Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Endurskoðunarskýrsla vegna ársreiknings 2016
201706197
Fyrir byggðarráði liggur endurskoðunarskýrsla frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte vegna vinnu þeirra við endurskoðunar Norðurþings ársins 2016. Í skýrslunni er farið yfir endurskoðunaraðferðir, ábyrgð endurskoðanda, sveitarstjórnar og sveitarstjóra ásamt ábendingum og athugasemdum um innra eftirlit, fjárhagsstöðu og rekstrarhæfi Norðurþings.
Byggðarráð felur fjármálastjóra að fylgja eftir ábendingum endurskoðenda.
2.Endurnýjun á samningi um tryggingar sveitarfélagsins
201706195
Fyrir byggðarráði liggur fyrir ákvörðunartaka um endurnýjun vátrygginga fyrir sveitarfélagið en samningur VÍS og Norðurþings er að renna út.
Byggðarráð felur fjármálastjóra að gera verðfyrirspurn eða leita tilboða hjá helstu tryggingarfélögum vegna trygginga sveitarfélagsins.
3.Skatttekjur 2017
201706196
Fjármálastjóri fer yfir þróun skatttekna Norðurþings það sem af er árinu.
Lagt fram.
4.Rekstraráætlanir sveitarfélaganna 2017 - Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum
201706185
Lögð er fram rekstraráætlun sveitarfélaganna vegna reksturs Dvalarheimilsins fyrir árið 2017, samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun ársins.
Lagt fram.
5.Erindi vegna sölu eigna Norðurþings
201706134
Erindi hefur borist frá verkefnisstjóra byggðaverkefnisins Brothættar byggðir er varðar sölu íbúðaeigna sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en ekki hefur verið tekið nein ákvörðun um sölu eignanna á almennum markaði.
6.Samningur Umhverfisstofnunnar við Landsnet
201706149
Samningur Umhverfisstofnunar og Landsnet er varðar sérstakt eftirlit með framkvæmdum Landsnets vegna uppbyggingar Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
7.Svar við bréfi hafnar- og sveitarstjóra frá 23. janúar 2017 um starfslok mín hjá sveitarfélaginu
201706213
Borist hefur bréf frá Stefáni S. Stefánssyni vegna starfsloka hans hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð vísar erindi fyrrverandi yfirhafnarvarðar til hafnarnefndar.
8.Ný löggjöf um persónuvernd
201706150
Lagt fram.
9.Atvinnuveganefnd: Til umsagnar 414. mál, tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.
201706153
Lagt fram.
10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
201510113
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 09:20.