Fara í efni

Fjölskylduráð

6. fundur 24. september 2018 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-9 og 12
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-4 og 7.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 11-12.
Hallgrímur Jónsson persónuverndarfulltrúi Norðurþings sat fundinn undir lið 1-3.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 3.
Sunna Mjöll Bjarnadóttir áheyrnafulltrúi foreldraráðs Grænuvalla sat fundinn undir lið 3.
Guðný Þóra Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna Grænuvalla sat fundinn undir lið 3.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 3 og 7.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn í síma undir lið 3.
Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður fjölskylduráðs sat fundinn í síma.

1.Innleiðingaráætlun Norðurþings vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Málsnúmer 201808110Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar verkáætlun persónuverndarfulltrúa Norðurþings um innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.
Hallgrímur Jónsson persónuverndarfulltrúi Norðurþings kynnti fjölskylduráði verkáætlun Norðurþings um innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.
Fjölskylduráð þakkar honum fyrir kynninguna.

2.Ný löggjöf um persónuvernd

Málsnúmer 201706150Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar vinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga með leikskólum vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga. Óskað er eftir staðfestingu Norðurþings um þátttöku í verkefninu.
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku Norðurþings í verkefninu.
Ráðið þakkar persónuverndarfulltrúa Norðurþings fyrir kynninguna.

3.Tilmæli frá Persónuvernd um Facebook í skólastarfi

Málsnúmer 201809036Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tilmæli Persónuverndar varðandi notkun Facebook í skólastarfi. Persónuvernd beinir þeim tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og allra annarra opinberra aðila og einkaaðila, sem koma að starfi með börnum, að þeir noti ekki Facebook, eða sambærilega miðla, sem samskiptamiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra er að ræða.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar persónuverndarfulltrúa Norðurþings fyrir kynninguna og gestum fyrir komuna.

4.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Til umræðu er gildandi samstarfs- og styrktarsamningur við Völsung. Kynntur er viðauki vegna ársins 2018.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka í gildandi samstarfs- og styrktarsamningi við Völsung. Samþykkt samhljóða.

5.Zumba Kids á Húsavík - afnot af íþróttahúsi

Málsnúmer 201809024Vakta málsnúmer

Jóhanna Svava Sigurðardóttir sækir um að fá frí afnot af þreksal í íþróttahöllinni á Húsavík til að vera með Zumba tíma fyrir börn.
Fjölskylduráð fellst á að fella niður húsaleigu skólaárið 2018-2019 vegna Zumbatíma fyrir börn og ungmenni enda er verið að bjóða uppá frístundastarf sem ekki er þegar til staðar í sveitarfélaginu og ráðið telur að hafi forvarnargildi.
Fjölskylduráð gerir kröfu um að Jóhanna skrifi uppá siðareglur og viðbragðsáætlun æskulýðsvettvangsins líkt og um félag með fastan styrktarsamning við Norðurþing væri um að ræða. Samþykkt samhljóða.

6.Vetraropnun sundlaugarinnar í Lundi september 2018 - maí 2019

Málsnúmer 201808107Vakta málsnúmer

Um er að ræða mál sem tekið var fyrir á fundi fjölskylduráðs þann 3.september síðastliðin.
Þá var til umfjöllunar tilboð frá rekstaraðila sundlaugarinnar í Lundi að sinna vetraropnun í lauginni frá 1.september 2018 - 1.maí 2019.
Var þá eftirfarandi bókað:
,,Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til samningsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skoða fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins fyrir því að ganga til saminga við Neil Robertsson og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar."

Skammtímasamningur var gerður við Neil Robertson um rekstur laugarinnar út september.

Fyrir nefndinni liggur að taka afstöðu til þess erindis er lagt var fyrir nefndina þann 3.september.
Fjölskylduráð hafnar fyrirliggjandi tilboði frá rekstraraðila um opnun sundlaugarinnar fimm daga vikunnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að leita annarra leiða við að halda sundlauginni opinni í vetur í samstarfi við núverandi rekstraraðila og leggja fyrir ráðið í október. Samþykkt samhljóða.

7.Íþróttamannvirki Lundi

Málsnúmer 201809056Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rekstarform á íþróttamannvirkjum við Lund í Öxarfirði.
Rekstarsamband á milli grunnskólans í Lundi og þeirra íþróttamannvirkja sem skólinn notar er með öðrum hætti en þekkist með aðra grunnskóla sveitarfélagsins.

Íþróttamannvirki eru almennt leigð af eignarsjóði til íþrótta- og tómstundarsviðs. Skólar greiða síðan leigu til íþrótta- og tómstundarsviðs fyrir þá tíma sem nýttir eru.

Í Lundi greiðir grunnskólinn innri leigu til móts við íþrótta- og tómstundarsvið og ríkir því óvissa hver ber ábyrgð á mannvirkinu.

Fjölskylduráð leggur til að rekstrarform á íþróttamannvirkjum við Lund í Öxarfirði verði með sambærilegum hætti og önnur íþróttamannvirki sveitarfélagsins og verði rekið alfarið af íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma málinu í framkvæmd eigi síðar en um áramót. Samþykkt samhljóða.

8.Lista- og menningarsjóður september 2018

Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er staða Lista- og menningarsjóðs Norðurþins.
Staða sjóðsins er neikvæð og hefur stofnfé sjóðsins verið skert umfram það sem skipulagsskrá sjóðsins segir til um.
Úthlutað hefur verið úr sjóðnum árlega eins og skipulagsskrá sjóðsins segir til um og fé áætlað í sjóðinn árlega.
Taka þarf ákvörðun um hvernig eigi að fara með úthlutun úr sjóðnum sem á að vera í september samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

Einnig liggja fyrir nefndinni drög að endurskoðuðum reglum sjóðsins.
Fjölskylduráð beinir því til byggðarráðs að fjárhagsstaða lista og menningarsjóðs verði leiðrétt.
Fjölskylduráð samþykkir að fresta úthlutun úr sjóðnum þangað til að fjárhagstaða hans hefur verið leiðrétt.

9.Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018

Málsnúmer 201809003Vakta málsnúmer

Til kynningar er fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018.
Lagt fram til kynningar.

10.Huldumál - Hulduhátíð 2021

Málsnúmer 201808105Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hólmfríði Benediktsdóttur.
Efni erindisins er að Þingeyjarsýslur að eignist Formannshúsið og geri það að Fræðasetri Þingeyinga. Hús sem byði upp á aðstöðu fyrir rithöfunda og annað fræðafólk, sem vinnur að ýmiss konar skrifum, til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Hús sem myndi geyma sögu og verk listafólks sýslunnar þeirra Huldu.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært af fjárhagslegum ástæðum að verða við beiðni Hólmfríðar Benediktsdóttur um kaup á Formannshúsinu. Ráðið tekur jákvætt í það að koma að Hulduhátíð í tilefni 140 ára afmælishátíðar Huldu Skáldkonu. Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn foreldra drengja í í 6 bekk. um námskeið hjá Bjarna Fritzon / sjálfstyrking / öflugir strákar

Málsnúmer 201809049Vakta málsnúmer

Umsókn nokkurra foreldra drengja í 6 bekk um greiðsluþátttöku sjálfstyrkingar námskeiðs ' öflugir strákar '
Fjölskylduráð fagnar frumkvæði foreldra um að fá námskeið Bjarna Fritzsonar og samþykkir að greiða upplagðan ferðakostnað. Samþykkt samhljóða.

12.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Stefna Norðuþings
Tóbaksvarnir þjónustuheimila og þjónustustöðva fyrir fatlaðra. ´
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að lagfæra orðalag í tóbaksvarnartefnu Norðurþings í samræmi við þær ábendingar sem komu fram frá ráðinu. Félagsmálastjóra er falið að leggja stefnuna fyrir fjölskylduráð til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 15:45.