Fara í efni

Zumba Kids á Húsavík - afnot af íþróttahúsi

Málsnúmer 201809024

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018

Jóhanna Svava Sigurðardóttir sækir um að fá frí afnot af þreksal í íþróttahöllinni á Húsavík til að vera með Zumba tíma fyrir börn.
Fjölskylduráð fellst á að fella niður húsaleigu skólaárið 2018-2019 vegna Zumbatíma fyrir börn og ungmenni enda er verið að bjóða uppá frístundastarf sem ekki er þegar til staðar í sveitarfélaginu og ráðið telur að hafi forvarnargildi.
Fjölskylduráð gerir kröfu um að Jóhanna skrifi uppá siðareglur og viðbragðsáætlun æskulýðsvettvangsins líkt og um félag með fastan styrktarsamning við Norðurþing væri um að ræða. Samþykkt samhljóða.