Fara í efni

Íþróttamannvirki Lundi

Málsnúmer 201809056

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018

Til umfjöllunar er rekstarform á íþróttamannvirkjum við Lund í Öxarfirði.
Rekstarsamband á milli grunnskólans í Lundi og þeirra íþróttamannvirkja sem skólinn notar er með öðrum hætti en þekkist með aðra grunnskóla sveitarfélagsins.

Íþróttamannvirki eru almennt leigð af eignarsjóði til íþrótta- og tómstundarsviðs. Skólar greiða síðan leigu til íþrótta- og tómstundarsviðs fyrir þá tíma sem nýttir eru.

Í Lundi greiðir grunnskólinn innri leigu til móts við íþrótta- og tómstundarsvið og ríkir því óvissa hver ber ábyrgð á mannvirkinu.

Fjölskylduráð leggur til að rekstrarform á íþróttamannvirkjum við Lund í Öxarfirði verði með sambærilegum hætti og önnur íþróttamannvirki sveitarfélagsins og verði rekið alfarið af íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma málinu í framkvæmd eigi síðar en um áramót. Samþykkt samhljóða.