Fara í efni

Lista- og menningarsjóður september 2018

Málsnúmer 201808075

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 5. fundur - 03.09.2018

Til kynningar fyrir fjölskylduráði eru reglur Lista- og menningarsjóðs Norðurþings. Samkvæmt reglum um sjóðinn skal úthluta úr sjóðnum í mars og október ár hvert. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu Norðurþings undir "reglur og samþykktir".
Fjölskylduráð leggur til að reglur sjóðsins verði endurskoðaðar.
Lagt er til að alltaf verði hægt sækja um í sjóðinn og að umsóknum verði svarað jafnóðum. Lagt er til að kannað verði hvort hægt er að hafa samstarf við Menningarmiðstöð Þingeyinga um utanumhald með sjóðnum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa verið falið að gera drög að nýjum úthlutunarreglum og kynna fjölskylduráði síðar í mánuðinum.

Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018

Til umfjöllunar er staða Lista- og menningarsjóðs Norðurþins.
Staða sjóðsins er neikvæð og hefur stofnfé sjóðsins verið skert umfram það sem skipulagsskrá sjóðsins segir til um.
Úthlutað hefur verið úr sjóðnum árlega eins og skipulagsskrá sjóðsins segir til um og fé áætlað í sjóðinn árlega.
Taka þarf ákvörðun um hvernig eigi að fara með úthlutun úr sjóðnum sem á að vera í september samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

Einnig liggja fyrir nefndinni drög að endurskoðuðum reglum sjóðsins.
Fjölskylduráð beinir því til byggðarráðs að fjárhagsstaða lista og menningarsjóðs verði leiðrétt.
Fjölskylduráð samþykkir að fresta úthlutun úr sjóðnum þangað til að fjárhagstaða hans hefur verið leiðrétt.

Byggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018

Á fundi fjölskylduráðs þann 24. september s.l. var staða Lista- og menningarsjóðs Norðurþings til umfjöllunar.
Staða sjóðsins er neikvæð og hefur stofnfé sjóðsins verið skert umfram það sem skipulagsskrá sjóðsins segir til um.
Úthlutað hefur verið úr sjóðnum árlega eins og skipulagsskrá sjóðsins segir til um og fé áætlað í sjóðinn árlega.
Taka þarf ákvörðun um hvernig eigi að fara með úthlutun úr sjóðnum sem á að vera í september samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

Einnig liggja fyrir nefndinni drög að endurskoðuðum reglum sjóðsins.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð beinir því til byggðarráðs að fjárhagsstaða lista og menningarsjóðs verði leiðrétt.
Fjölskylduráð samþykkir að fresta úthlutun úr sjóðnum þangað til að fjárhagstaða hans hefur verið leiðrétt.
Byggðarráð samþykkir að leiðrétta fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs í fjárhagsáætlun ársins 2019 og að framlagið verði 2.000.000 í heild.

Fjölskylduráð - 13. fundur - 19.11.2018

Á 271. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að leiðrétta fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs í fjárhagsáætlun ársins 2019 og að framlagið verði 2.000.000 í heild.
Fjölskylduráð fagnar því að fjárhagstaða lista- og menningarsjóðs Norðurþings verði leiðrétt. Staða sjóðsins er með þeim hætti að ekki er unnt að úthluta frekar úr sjóðnum á árinu 2018.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum og skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að kynna nýjar úthlutunarreglur fyrir næstu áramót og birta á vefsíðu Norðurþings.

Fjölskylduráð vísar úthlutunarreglunum og skipulagsskrá til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Á 13. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð fagnar því að fjárhagstaða lista- og menningarsjóðs Norðurþings verði leiðrétt. Staða sjóðsins er með þeim hætti að ekki er unnt að úthluta frekar úr sjóðnum á árinu 2018.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum og skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að kynna nýjar úthlutunarreglur fyrir næstu áramót og birta á vefsíðu Norðurþings.

Fjölskylduráð vísar úthlutunarreglunum og skipulagsskrá til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku: Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar úthlutnarreglur og skipulagsskrá.