Fara í efni

Fjölskylduráð

5. fundur 03. september 2018 kl. 13:00 - 14:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðinum 1-4.

1.Lista- og menningarsjóður september 2018

Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir fjölskylduráði eru reglur Lista- og menningarsjóðs Norðurþings. Samkvæmt reglum um sjóðinn skal úthluta úr sjóðnum í mars og október ár hvert. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu Norðurþings undir "reglur og samþykktir".
Fjölskylduráð leggur til að reglur sjóðsins verði endurskoðaðar.
Lagt er til að alltaf verði hægt sækja um í sjóðinn og að umsóknum verði svarað jafnóðum. Lagt er til að kannað verði hvort hægt er að hafa samstarf við Menningarmiðstöð Þingeyinga um utanumhald með sjóðnum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa verið falið að gera drög að nýjum úthlutunarreglum og kynna fjölskylduráði síðar í mánuðinum.

2.Félagsmiðstöð ungmenna í FSH - leigsamningur

Málsnúmer 201808080Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að leigusamningi við FSH um aðstöðu fyrir félagsmiðstöð ungmenna veturinn 2018 - 2019.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi við FSH og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að ljúka málinu.

3.Tillögur starfshóps og ósk ráðherra um samstarf vegna aðgerða gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Málsnúmer 201808099Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur skýrsla og tillögur starfshóps Mennta- og menningarmálaráðuneytis að aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Mennta- og menningarmálaráðherra óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið við að koma tillögum hópsins til framkvæmdar.
Fjölskylduráð lýsir sig reiðubúið til samstarfs við mennta-og menningarmálaráðuneytið um að koma tillögum starfshópsins til framkvæmdar.

Í skýrslu starfshópsins koma fram eftirfarandi tillögur sem lúta að sveitarfélögum:
"1. Sveitarfélög áskilji sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþrótta- og
æskulýðsfélaga við að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir.

2. Sveitarfélög stuðli að fræðslu þjálfara, starfsfólks og annarra sem koma að
daglegu starfi félaganna um ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi og hvernig bregðast eigi við því.

3. Með vísan til jafnréttissjónarmiða verði hnykkt á því að stjórnendur í íþrótta- og æskulýðsstarfi beri sérstaka ábyrgð á því að allt starf sé skipulagt með jafnrétti að leiðarljósi og þegar samningar verða endurnýjaðir verði sett inn ákvæði sem setja skyldur á félögin að hafa skýra og virka jafnréttis- og aðgerðaráætlun.

4. Sveitarfélög bjóði íþrótta- og æskulýðsfélögum aðstoð í formi fagþekkingar, bæði við gerð viðbragðsáætlunar og eftirfylgni og eins aðstoð við úrvinnslu mála, t.d. með því að bjóða fram fagfólk frá félagsþjónustu eða öðru stuðningskerfi."

Á sveitarstjórnarfundi í sveitarstjórn Norðurþings þann 20. feb. 2018 var eftirfarandi bókað og samþykkt af sveitarstjórn:
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga."

Fjölskylduráð mun framfylgja bókun sveitarstjórnar frá 18. febrúar 2018 í samningum sínum við íþrótta- og æskulýðsfélög og við framkvæmd þeirra ásamt þeim tillögum sem koma fram í skýrslu starfshóps um samstarf vegna aðgerða gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

4.Vetraropnun sundlaugarinnar í Lundi september 2018 - maí 2019

Málsnúmer 201808107Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur tilboð frá núverandi rekstraraðila sundlaugarinnar í Lundi um að sinna vetraropnun laugarinnar frá 1.september 2018 - 1.maí 2019.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til samningsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skoða fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins fyrir því að ganga til saminga við Neil Robertsson og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar.

Fundi slitið - kl. 14:15.