Fræðslunefnd

21. fundur 12. desember 2017 kl. 12:00 - 15:00 Í stjórnsýsluhúsi Norðurþings og á Grænuvöllum
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir formaður
 • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
 • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
 • Jón Höskuldsson Ritari
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
 • Karl Hreiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Soffía Helgadóttir
 • Erna Björnsdóttir
 • Örlygur Hnefill Örlygsson
 • Óli Halldórsson
 • Sif Jóhannesdóttir
 • Hjálmar Bogi Hafliðason
 • Kjartan Páll Þórarinsson
 • Jónas Hreiðar Einarsson
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Grænuvellir voru heimsóttir undir lið 4.

1.Fræðslunefnd - Erindisbréf nefndar

201710123

Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar vinnu við erindisbréf fræðslunefndar.
Erindisbréf fræðslunefndar yfirfarið og samþykkt. Fræðslunefnd vísar erindisbréfinu til samykktar í sveitarstjórn.

2.Ný löggjöf um persónuvernd

201706150

Lögð er fram til kynningar ný reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Gert er ráð fyrir að reglugerðin komi til framkvæmda á Íslandi í maí 2018 samhliða gildistöku nýrra persónuverndarlaga.
Lagt fram til kynningar. Fræðslufulltrúi upplýsti jafnframt fulltrúa í nefndinni um stöðu máls 201711007, Mistök við uppfærslu á gögnum upp í skýið.

3.Fræðslunefnd - Starfsemi 2018

201711158

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsemi nefndarinnar á árinu 2018.
Starfsemi nefndarinnar rædd.

4.Heimsókn Fræðslunefndar á Grænuvelli.

201709042

Fræðslunefnd heimsækir Grænuvelli á ný til að skoða nýja deild og nýja starfsmannaaðstöðu.
Sigríður Valdís leikskólastjóri tók á móti fræðslunefnd og sýndi þeim nýja deild og nýja starfsmannaaðstöðu.

Fundi slitið - kl. 15:00.