Fara í efni

Skýrsla flugklasans Air 66N 2018

Málsnúmer 201804042

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 20. október 2017 til 20. mars 2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla flugklasans Air 66N um stöðuna í oktbóber 2018. Í skýrslunni er gerð grein fyrir markaðssetningu Akureyrirflugvallar, áframhaldandi samstarfi við Super Break sem býður aftur beinar flugferðir til Akureyrar í vetur, nú alls 29 brottfarir auk þess sem um er að ræða 13 fleiri sæti í hverri ferð samanborið við í fyrra sem þá voru 189. Fyrsta flugið verður 10. desember og er flogið tvisvar í viku fram í mars 2019.

Í skýrslunni er sömuleiðis gerð grein fyrir stöðu mála er varða mikilvæga uppbyggingu aðstöðunnar á Akureyrarflugvelli bæði er varðar brautir, flughlöð og búnað sem og bætta aðstöðu fyrir flugfarþega innandyra í flugstöðinni.

Framundan í starfi Flugklasans er m.a. áframhaldandi barátta fyrir heildaruppbyggingu vallarins, viðræður við hollenska ferðaskrifstofu um beint flug til Akureyrar og fleiri verkefni sem miða að því að auka ferðamannastrauminn beint inn á Norðurland.

Lagt fram til kynningar.