Fara í efni

Drög að samstarfssamningi við Hafnasamband Norðurlands um rekstur dráttarbáts á Húsavík

Málsnúmer 201804055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Samtal hefur staðið yfir milli hafnayfirvalda í Norðurþingi og Hafnasamlags Norðurlands bs. um samstarf um rekstur dráttarbáts á Húsavík. Aðilar eru sammála um að markmið beggja aðila sé að treysta samstarf í þessum málum á Norðurlandi þannig að öryggi stórskipahafna eins og á Húsavík verði tryggt.
Byggðarráð fagnar umræðunni og telur mikilvægt að samkomulag náist um þessa þjónustu, en vísar erindinu að öðru leyti til hafnanefndar.

Hafnanefnd - 23. fundur - 23.04.2018

Fyrir hafnanefnd liggja drög að samstarfssamningi við Hafnasamlag Norðurlands bs. um þjónustu dráttarbáta við Húsavíkurhöfn.
Hafnanefnd líst vel á fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.