Hafnanefnd
Dagskrá
1.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2017
201804190
Fyrir hafnanefnd liggur ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2017.
Ársreikningar hafnasjóðs fyrir árið 2017 lagðir fram til kynningar og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2.Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn
201702124
Fyrir Hafnanefnd liggja drög að samkomulagi við Norðursiglingu vegna ógreiddra farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Norðursiglingu um greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017 og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulaginu.
3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018
201801115
Fundargerð Hafnasambandsins nr. 401, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Markaðsáætlun og kynningarmál fyrir hafnir Norðurþings
201803071
Fyrir hafnanefnd liggur tillaga frá rekstrarstjóra hafna um að auka markaðssetningu og kynningu hafna Norðurþings með gerð heimasíðu og kynningarefnis.
Hafnanefnd samþykkir að gera undirsíðu fyrir markaðs- og kynningarefni fyrir hafnir Norðurþings.
5.Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir gallagáma.
201804062
Norðursigling óskar eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir gáma á skipulögðu svæði við flotbryggju félagsins.
Um er að ræða 4-5 stk. af 2x2 m. stórum gámum.
Um er að ræða 4-5 stk. af 2x2 m. stórum gámum.
Nefndin telur núverandi útlit gámanna ekki samræmast æskilegri heildar ásýnd miðhafnarsvæðisins og hafnar því erindinu.
Hafnarstjóra falið að kynna umsækjanda umræður á fundinum.
Hafnarstjóra falið að kynna umsækjanda umræður á fundinum.
6.Drög að samstarfssamningi við Hafnasamband Norðurlands um rekstur dráttarbáts á Húsavík
201804055
Fyrir hafnanefnd liggja drög að samstarfssamningi við Hafnasamlag Norðurlands bs. um þjónustu dráttarbáta við Húsavíkurhöfn.
Hafnanefnd líst vel á fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
7.Ósk um rafmagnshleðslustöð fyrir skip við Húsavíkurhöfn
201802075
Norðusigling óskar eftir eflingu raforkukerfis við Húsavíkurhöfn til að anna hleðslu rafmagnsbáta fyrirtækisisns.
Hafnanefnd samþykkir að fara í verkefnið með fyrivara um fjármögnun og óskar eftir aukafjárveitingu frá byggðarráði að upphæð 12 milljónum króna.
8.Tillaga um sameiningu lóða Norðurgarðs 7 og 9
201804134
Örlygur Hnefill Örlygsson leggur til að lóðirnar að Norðurgarði 7 og 9 verði sameinaðar og þar byggð slökkvistöð frekar en á lóðinni að Norðurgarði 5. Örlygur telur að með sínu fallega útsýni og staðsetningu gæti lóðin að Norðurgarði 5 verið ein áhugaverðasta lóð sem úthlutað verði innan Norðurþings á næstu árum og mikilvægt að hún verði byggð upp af myndarskap.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar telur tilefni til að endurskoða notkun lóðanna og vísar því til umfjöllunar í hafnanefnd.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar telur tilefni til að endurskoða notkun lóðanna og vísar því til umfjöllunar í hafnanefnd.
Hafnanefnd setur sig ekki upp á móti sameiningu lóða við Norðurgarð 7 og 9 verði þörf á því.
Lóðinni að Norðurgarði 5 hefur hins vegar þegar verið úthlutað til Eignarsjóðs fyrir byggingu slökkvistöðvar. Umtalsverðum kostnaði hefur verið varið í undirbúning lóðarinnar fyrir umrædda byggingu.
Hafnanefnd hafnar því erindinu
Lóðinni að Norðurgarði 5 hefur hins vegar þegar verið úthlutað til Eignarsjóðs fyrir byggingu slökkvistöðvar. Umtalsverðum kostnaði hefur verið varið í undirbúning lóðarinnar fyrir umrædda byggingu.
Hafnanefnd hafnar því erindinu
9.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017
201804117
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017, lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:00.