Fara í efni

Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 201711077

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 17. fundur - 14.11.2017

Áskorun um að bæta úr frístundastarfi fatlaðra barna og ungmenna lögð fram.
Félagsmálanefnd leggur áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á að taka þátt í almennu frístunda- og íþróttastarfi og fái til þess félagslega liðveislu.

Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sendi inn erindi þar sem hún lýsir áhyggjum sínum á því hversu lítið framboð er á íþróttum og tómstundum fyrir fötluð börn.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á að taka þátt í almennu frístunda- og íþróttastarfi.
Nefndin hyggst framvegis setja inn ákvæði þess efnis í samstarfsamninga við íþróttafélög.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samstarfi við félagsmálastjóra.

Félagsmálanefnd - 18. fundur - 22.01.2018

Félagsmálastjóri segir frá fundum með Völsungi
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum og æskulýðs-og tómstundafulltrúa við framkvæmdastjóra Völsungs.

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að leita fyrirmynda að útfærslu þess að félagsleg liðveisla sé nýtt í auknum mæli til íþróttaiðkunar.

Félagsmálanefnd - 19. fundur - 15.03.2018

Minnisblað íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, félagsmálastjóra og verkefnastjóra virkni lagt fram.

Nefndin lýsir ánægju sinni með uppleggið í minnisblaðinu og óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðarmati fyrir næsta fund.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 20. fundur - 15.03.2018

Til kynningar er minnisblað um frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna í Norðurþingi.
Nefndin lýsir ánægju sinni með uppleggið í minnisblaðinu og óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðarmati fyrir næsta fund.