Félagsmálanefnd

17. fundur 14. nóvember 2017 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

201705145

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram með breytingatillögum milli fyrri og seinni umræðu.
Félagsmálanefnd vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

201711077

Áskorun um að bæta úr frístundastarfi fatlaðra barna og ungmenna lögð fram.
Félagsmálanefnd leggur áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á að taka þátt í almennu frístunda- og íþróttastarfi og fái til þess félagslega liðveislu.

Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

3.Reglur um félagslegar leiguíbúðir

201701067

Breytingatillögur við reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis lagðar fram.
Framhald frá síðasta fundi. Félagsmálastjóri kynnti breytingatillögur við reglur um félagslegar íbúðir.

Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Ferðaþjónusta fatlaðra

201502082

Gildandi reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlaða og eldri borgara lagðar fram til umræðu.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að gera tillögu að breytingum á reglum og gjaldskrá vegna ferliþjónustu fyrir fólk með fötlun og eldri borgara.

5.Heimaþjónusta og liðveisla: CareOn heimaþjónustukerfi

201711079

Félagsmálastjóri kynnir hugbúnað CareOn til að halda utanum heimaþjónustu og frekari liðveislu. Óskað er eftir heimild til að gera reynslusamning um 50 heimili á árinu 2018 og meta svo ávinning af verkefninu.
Félagsmálanefnd samþykkir að gera reynslusamning við Curron um CareOn hugbúnað fyrir félagslega heimaþjónustu og frekari liðveislu.

Fundi slitið - kl. 16:15.