Fara í efni

Reglur um félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 201701067

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Með gildistöku laga nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning breytast reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir til samræmis við þau lög. Reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir hafa því verið uppfærðar til samræmis við lög um húsnæðisstuðning. Helsta breytingin er að eigna og tekjumörkum hefur verið breytt, þau hækkuð.
Félagsmálanefnd samþykkir framlagðar eglur um félagslegar leiguíbúðir hjá Norðurþingi vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 9. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:

"Með gildistöku laga nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning breytast reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir til samræmis við þau lög. Reglur Norðurþings um félagslegar leiguíbúðir hafa því verið uppfærðar til samræmis við lög um húsnæðisstuðning. Helsta breytingin er að eigna og tekjumörkum hefur verið breytt, þau hækkuð.

Félagsmálanefnd samþykkir framlagðar reglur um félagslegar leiguíbúðir hjá Norðurþingi vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar.

Félagsmálanefnd - 16. fundur - 17.10.2017

Samanburður félagsráðgjafa á gildandi reglum um félagslegt húsnæði Norðurþings við leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins lagður fram.
Félagsmálanefnd fór yfir samanburðinn og felur félagsmálastjóra að gera tillögu að breytingum á reglunum fyrir næsta fund.

Félagsmálanefnd - 17. fundur - 14.11.2017

Breytingatillögur við reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis lagðar fram.
Framhald frá síðasta fundi. Félagsmálastjóri kynnti breytingatillögur við reglur um félagslegar íbúðir.

Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 75. fundur - 28.11.2017

Tillögur félagsmálanefndar að breytingum á reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Norðurþingi lagðar fram. Breytingarnar taka mið af leiðbeinandi reglum félagsmálaráðuneytisins.
Til máls tóku: Sif, Örlygur, Jónas og Soffía.

Samþykkt samhljóða.