Fara í efni

Félagsmálanefnd

16. fundur 17. október 2017 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson Félagsmálastjóri
Dagskrá
Hróðný Lund og Örlygur Hnefill Örlygsson boðuðu forföll.

1.Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík

Málsnúmer 201710067Vakta málsnúmer

Umsókn félags eldri borgara á Húsavík um 5 milljóna kr. styrk til að ljúka framkvæmdum við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44 lögð fram.
Félag eldri borgara hefur á árinu 2017 fengið 2 milljónir kr. í styrk frá Norðurþingi, auk 1 milljóna kr. styrks frá Orkuveitu Húsavíkur.

Félagsmálanefnd telur mikilvægara að veitt sé fé í þjónustu við eldri borgara, en í fasteign félagsins. Félagsmálanefnd leggur til að gerður verði þjónustusamningur við Félag eldri borgara um tiltekna þjónustu við alla eldri borgara í sveitarfélaginu, frekar en að veitt verði meira fé til framkvæmda við fasteign.

Félagsmálastjóra falið að koma umsögn nefndarinnar á framfæri við byggðaráð Norðurþings. Jafnframt að gera drög að þjónustusamning og leggja fyrir næsta fund félagsmálanefndar.

2.Átak gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 201710023Vakta málsnúmer

Byggðarráð hefur staðfest samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi.
Félagsmálanefnd fagnar því að verkefnið sé hafið.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Róbert kynnti tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2018, ásamt greinargerð.
Félagsmálanefnd vísar áætluninni til umræðu í byggðaráði.

4.Reglur um félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 201701067Vakta málsnúmer

Samanburður félagsráðgjafa á gildandi reglum um félagslegt húsnæði Norðurþings við leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins lagður fram.
Félagsmálanefnd fór yfir samanburðinn og felur félagsmálastjóra að gera tillögu að breytingum á reglunum fyrir næsta fund.

5.Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 201710032Vakta málsnúmer

Umsókn um undanþágu vegna félagslegs leiguhúsnæðis. Umsækjanda var synjað um félagslegt húsnæði á forsendum lögheimilis. Umsækjandi var búsettur í Norðurþingi til 2015 og er fluttur til baka. Það er mat félagsráðgjafa að umsækjandi eigi að fá að vera á biðlista þar sem hún hefur átt lögheimili í sveitarfélaginu stóran hluta ævi sinnar.
Umsókn um undanþágu samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:30.