Fara í efni

Átak gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 201710023

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 229. fundur - 09.10.2017

Fyrir byggðarráði liggur samstarfssamningur við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi.

Verkefnið hefst við undirritun og er gert ráð fyrir að það standi í ár og verður árangur metinn að því loknu. Standist verkefnið væntingar að ári liðnu verður litið svo á að verklag þetta sé komið til að vera.

Norðurþing og embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samstarfsyfirlýsingunni.

Félagsmálanefnd - 16. fundur - 17.10.2017

Byggðarráð hefur staðfest samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi.
Félagsmálanefnd fagnar því að verkefnið sé hafið.