Fara í efni

Félagsmálanefnd

18. fundur 22. janúar 2018 kl. 16:15 - 17:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson
  • Olga Gísladóttir
  • Óli Halldórsson
  • Soffía Helgadóttir
  • Gunnlaugur Stefánsson
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Jónas Hreiðar Einarsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
  • Stefán Jón Sigurgeirsson
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson Settur félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Í skugga valdsins

Málsnúmer 201712002Vakta málsnúmer

Vísað til félagsmálanefndar frá byggðaráði.
Byggðaráð vísar erindinu til umræðu í félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra stefnu og virka viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og annarri sálfélagslegri áreitni.
Félagsmálanefnd leggur til að Stefna og viðbragðsáætlun Norðurþings í eineltis og kynferðiáreitis málum verði endurskoðuð með hliðsjón af þeirri fyrirmynd sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram.

Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum um framgang málsins á næsta fundi.

2.Velferðarnefnd: Til umsagnar 26.mál, frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

Málsnúmer 201712101Vakta málsnúmer

Umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram. Félagsmálastjóri leggur til að tekið verði undir þá umsögn.
Félagsmálanefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Félagsmálanefnd vekur athygli á því að Norðurþing veitir þjónustu á mjög víðfeðmu svæði þar sem saman fara þéttbýliskjarnar og mikið dreifbýli sem geti verið erfitt yfirferðar. Í ljósi þess telur félagsmálanefnd Norðurþings afar mikilvægt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjármagn til að styðja við akstursþjónustu.

3.Velferðarnefnd: umsögn um 27.mál, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).

Málsnúmer 201712105Vakta málsnúmer

Umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram. Félagsmálastjóri leggur til að tekið verði undir þá umsögn.
Félagsmálanefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Félagsmálanefnd vekur athygli á því að Norðurþing veitir þjónustu á mjög víðfeðmu svæði þar sem saman fara þéttbýliskjarnar og mikið dreifbýli sem geti verið erfitt yfirferðar. Í ljósi þess telur félagsmálanefnd Norðurþings afar mikilvægt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjármagn til að styðja við akstursþjónustu.

4.Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 201710205Vakta málsnúmer

Umsókn um félagslegt húsnæði hefur verið synjað. Greinargerð félagsráðgjafa með beiðni undanþágu tekin fyrir.
Umsókn um undanþágu vegna félagslegs leiguhúsnæðis. Umsækjanda var synjað um félagslegt húsnæði á forsendum tekna.

Það er mat félagsráðgjafa að umsækjandi eigi að fá að vera á biðlista vegna félagslegra aðstæðna.


Umsókn um undanþágu samþykkt.

5.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 201711077Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri segir frá fundum með Völsungi
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum og æskulýðs-og tómstundafulltrúa við framkvæmdastjóra Völsungs.

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að leita fyrirmynda að útfærslu þess að félagsleg liðveisla sé nýtt í auknum mæli til íþróttaiðkunar.

Fundi slitið - kl. 17:35.