Fara í efni

Í skugga valdsins

Málsnúmer 201712002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 236. fundur - 08.12.2017

Fyrir byggðarráði liggur samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þá umræðum sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins".
Byggðarrráð fagnar framtaki Sambands íslenskra sveitarfélaga og vill árétta að sveitarfélagið hefur nýtt sér stefnu og viðbragðsáætlun Sambandsins í starfsemi sinni. Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd - 18. fundur - 22.01.2018

Vísað til félagsmálanefndar frá byggðaráði.
Byggðaráð vísar erindinu til umræðu í félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra stefnu og virka viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og annarri sálfélagslegri áreitni.
Félagsmálanefnd leggur til að Stefna og viðbragðsáætlun Norðurþings í eineltis og kynferðiáreitis málum verði endurskoðuð með hliðsjón af þeirri fyrirmynd sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram.

Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum um framgang málsins á næsta fundi.