Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

236. fundur 08. desember 2017 kl. 11:00 - 13:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201712001Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Í skugga valdsins

Málsnúmer 201712002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þá umræðum sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins".
Byggðarrráð fagnar framtaki Sambands íslenskra sveitarfélaga og vill árétta að sveitarfélagið hefur nýtt sér stefnu og viðbragðsáætlun Sambandsins í starfsemi sinni. Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Félagsmálanefnd.

4.Endurheimt votlendis

Málsnúmer 201712011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tekið er undir álit skipulagsmálanefndar Sambandsins frá 17. nóvember s.l. þar sem fjallað er um vernd og endurheimt votlendis.
Lagt fram til kynningar.

5.Árshlutauppgjör - rekstur 2017

Málsnúmer 201705065Vakta málsnúmer

Fjármálstjóri fer yfir stöðu tekna og rekstur málaflokka fyrstu níu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk Norðurhjara um áframhaldandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu

Málsnúmer 201711118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fyrir byggðarráð


Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Norðurhjara, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og tengda aðila um málið.

7.Grímur ehf, ósk um viðræður vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201711116Vakta málsnúmer

Helgi Kristjánsson kemur til fundarins.
Byggðaráð fagnar áhuga eiganda Gríms ehf. á lóð fyrir starfsemina á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Sveitarstjóra er falið að vinna að málinu.

8.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

Málsnúmer 201709068Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur svarbréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna úthlutunar á byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Rekstraráætlanir HNÞ og MMÞ 2018

Málsnúmer 201712013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja rekstraráætlanir HNÞ og MMÞ fyrir árið 2018 ásamt áætlun um framlög sveitarfélaganna sem að rekstrinum standa.
Byggðarráð samþykkir áætlunina.

10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 48. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Hverfisráð Raufarhafnar 2017

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Ljóst er að fjórir aðilar hafa beðist undan setu í hverfisráði Raufarhafnar. Þá standa eftir tveir aðila, einn varamaður og einn aðalmaður.

Auglýst var eftir framboðum og tillögum í hverfisráð Raufarhafnar þann 28.11.2017 og frestur rann út klukkan 12:00 þann 6 .desember 2017.

Alls bárust fjögur framboð og sjö tilnefningar. Haft var samband við þá sjö aðila sem voru tilnefndir til þess að athuga áhuga þeirra á setu í ráðinu og hafði einn aðili af þeim áhuga á að sitja í ráðinu. Alls voru því fimm aðilar sem dregið var úr til setu í hverfisráð Raufarhafnar.

Dregið var úr tilnefningum og tekið tillit til kynjahlutfalla og er niðurstaðan að aðalmenn eru;
Adriana Haugiu
María Peters Sveinsdóttir
Gísli Briem

Varamenn eru;
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Þóra Soffía Gylfadóttir

12.Aðalfundur Eyþings 2017 á Siglufirði

Málsnúmer 201711011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Eyþings 2017 frá 10. og 11. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Hverfisráð Reykjahverfis 2017

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá íbúafundi þeirra sem haldinn var 14. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.

15.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá íbúafundi þeirra sem haldinn var 15. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.

16.Hverfisráð Kelduhverfis 2017

Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar önnur fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis ásamt fundargerð frá íbúafundi ráðsins í október.
Lagt fram til kynningar.

17.Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir Fjöruna annan í jólum og áramót.

Málsnúmer 201712018Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir Fjöruna annan í jólum og áramót.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um leyfið.

18.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra og Leigufélagsins Hvamms frá 6.12.2017
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð tilnefnir Óla Halldórsson sem fulltrúa á áætlaðan hluthafafund Leigufélagsins Hvamms og Jónas Einarsson til vara.

Fundi slitið - kl. 13:50.