Fara í efni

Menningarstarfsemi í verbúðum við Hafnarstétt

Málsnúmer 201701088

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Um áramót rann út samningur við menningarfélagið Út á Túni um starfsemi í verbúðum við Hafnarstétt á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að óska eftir einni verbúð við Hafnarstétt á Húsavík undir menningarstarfsemi. Nefndin felur menningarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017

Hafnanefnd samþykkti að leigja eina verbúð við Hafnarstétt á Húsavík undir menningarstarfsemi út árið 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja standa fyrir menningarstarfsemi í verbúðinni. Skilyrði er að viðkomandi standi fyrir menningarviðburði eða viðburðum fyrir almenning. Menningarfulltrúa falið að auglýsa verbúðina og að útfæra starfsemina.