Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

9. fundur 14. mars 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og Tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-4

1.Menningarstarfsemi í verbúðumu við Hafnarstétt

Málsnúmer 201701088Vakta málsnúmer

Hafnanefnd samþykkti að leigja eina verbúð við Hafnarstétt á Húsavík undir menningarstarfsemi út árið 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja standa fyrir menningarstarfsemi í verbúðinni. Skilyrði er að viðkomandi standi fyrir menningarviðburði eða viðburðum fyrir almenning. Menningarfulltrúa falið að auglýsa verbúðina og að útfæra starfsemina.

2.Lista- og menningarsjóður Norðurþings- úthutun mars 2017

Málsnúmer 201703040Vakta málsnúmer

Eftirfarandi umsóknir bárust um styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings:
- Félagsheimilið Hnitbjörg vegna afmælishátíðar
- Hafþór Hreiðarsson og Halla Marín Hafþórsdóttir vegna ljósmyndasýningarinnar "Heima og að heiman"
- Flygilvinir vegna tónleikahalds á Kópaskeri
- Kammerkór Norðurlands vegna tónleikahalds og útgáfu geisladisks
- Völsungur vegna afmælissýningar og útgáfu afmælisrits
- Silja Jóhannesdóttir vegna heimskautsjóga
- Karlakórinn Hreimur vegna vorfagnaðar
- Kvenfélagasamband Norður Þingeyinga vegna kaupa á færanlegu sviði
- Leikfélag Húsavíkur vegna starfsemi félagsins
- Kvennakór Húsavíkur vegna tónleikahalds tileinkað húsvískum tónskáldum
- Stúlknakór Húsavíkur vegna tónleikahalds og ferðar á Landsmót Barnakóra
- Kirkjukór Húsavíkur vegna starfsemi kórsins
Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni:
- Félagsheimilið Hnitbjörg fær kr. 50.000 vegna afmælishátíðar
- Hafþór Hreiðarsson og Halla Marín Hafþórsdóttir fá kr. 30.000 vegna ljósmyndasýningar
- Flygilvinir fá kr. 30.000 vegna tónleikahalds á Kópaskeri
- Völsungur fær kr. 100.000 vegna afmælissýningar í Safnahúsinu
- Karlakórinn Hreimur fær kr. 50.000 vegna vorfagnaðar
- Leikfélag Húsavíkur fær kr. 50.000 vegna starfsemi félagsins
- Kvennakór Húsavíkur fær kr. 50.000 vegna tónleikahalds
- Stúlknakór Húsavíkur fær kr. 50.000 vegna tónleikahalds og ferðar á Landsmót Barnakóra
- Kirkjukór Húsavíkur fær kr. 50.000 vegna starfsemi kórsins

Alls var kr. 460.000 úthlutað úr lista- og menningarsjóði að þessu sinni.

3.Mærudagar 2017

Málsnúmer 201703005Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur samningur við GB viðburði um framkvæmd Mærudaga 2017.
Samningurinn samþykktur.

4.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Í samræmi við samþykkt Fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings frá 10. júní 2015 og sveitarstjórnar Norðurþings frá 16. júní 2015 hafa staðið yfir viðræður um samstarf og/eða samrekstur Bókasafna Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga(MMÞ). Í bréfi sem barst frá MMÞ í febrúar er ýmsum möguleikum um slíkan samrekstur velt upp.
Menningarfulltrúa falið að halda áfram viðræðum við MMÞ um nánara samstarf eða samrekstur safnanna í samræmi við umræður á fundinum með það að markmiði að drög að samstarfssamningi verði lögð fyrir nefndina á næsta fundi.

5.Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 201702175Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur nú fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5 - 7. apríl nk. á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja tvö ungmenni til farar á ráðstefnuna.Ungmennaráði Norðurþings er falið að velja fulltrúana í samráði við Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

6.Samningamál Íþróttafélaga 2017 - Leifur Heppni

Málsnúmer 201702108Vakta málsnúmer

Ungmennafélagið Leifur Heppni hefur óskað eftir viðræðum við Norðurþing að samstarfssamningur. Fyrri samningur LH við Norðurþing rann úr um síðastliðin áramót.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundarfulltrúa að ganga frá samningi við Ungmennafélagið Leif heppna á grundvelli fyrri samnings.

7.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Norðurþings tók málið til umfjöllunar á fundi sínum þann 8.mars síðastliðin. Áður hafði Æskulýðs- og menningarnefnd farið þess á leit við fræðslunefnd að frístund yrði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.
Á fundi fræðslunefndar þann 8.mars sl. var eftirfarandi bókað:
,,Fræðslunefnd sér það ekki sem vænlegan kost að færa starfssemi frístundar í Borgarhólsskóla þar sem erfitt er að finna starfsseminni eigið rými innan veggja skólans."
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða aðra húsnæðismöguleika fyrir starfsemi frístundar. Kanna skal möguleika með nýtingu á íþróttahöllinni á Húsavík og aðra möguleika í Borgarhólsskóla.
Jafnframt felur nefndin Íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma með tillögu að breytingu á frístundarstarfi með fjölbreytt starf í huga sem tvinnar saman; hreyfingu, útivist, sköpun og frjálsan leik.

8.Sundlaugin í Lundi - 2017

Málsnúmer 201703045Vakta málsnúmer

Undirbúningur fyrir sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi er hafinn. Störf hafa verið auglýst en engar umsóknir hafa skilað sér hingað til.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram að auglýsa eftir starfsfólki við sundlaugina. Jafnframt er Íþrótta - og tómstundafulltrúa falið að kanna aðra möguleika sem tryggja opnun laugarinnar í sumar.

9.Vinnuskóli Norðurþings 2017

Málsnúmer 201703046Vakta málsnúmer

Undirbúningur er hafinn fyrir vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017.
Lagt fram til kynningar.

10.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kynnti eftirfarandi mál:

- Námskeið í viðhaldi gervigrasvalla þriðjudaginn 6. mars síðastliðinn
- Fjárhagsstaða íþrótta- og tómstundamála 2016
- Vatnsrennibraut á Húsavík
- Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn

Fundi slitið - kl. 18:00.