Fara í efni

Vinnuskóli Norðurþings 2017

Málsnúmer 201703046

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017

Undirbúningur er hafinn fyrir vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017.
Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Norðurþings - 6. fundur - 21.03.2017

Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017 er hafinn.
Málið er til umræðu og umfjöllunar í ungmennaráði.
Ungmennaráð Norðurþings leggur til að kannaður verði sá möguleiki að bjóða ungmennum í 7.bekk að taka þátt í vinnuskóla Norðurþings.
Vinnuskólinn getur unnið félagslegt starf samhliða því að sinna léttri vinnu.
Ungmennaráð vísar málinu til Æskulýðs- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 10. fundur - 25.04.2017

Til umræðu var fyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017.
Ungmennaráð hefur lagt til að ungmennum úr 7. bekk verði gert kleift að taka þátt í vinnuskólanum.
Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur sumarið 2017.
Laun og vinnustundafjöldi verður sem hér segir:
7.bekkur - 60 stundir í heild (3 vikur) - tímakaup = 445 kr klst
8.bekkur - 80 stundir í heild (4 vikur) - tímakaup = 506 kr klst
9.bekkur - 100 stundir í heild (5 vikur)- tímakaup = 628 kr klst

Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið í grunnskólum Norðurþings verður væntanlega lítil eftirspurn hjá krökkum í 9. bekk fyrir þátttöku í vinnuskólanum.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna áhuga barna í 7.bekk á því að taka þátt í vinnuskóla Norðurþings.

Jafnframt mælist nefndin til þess að starfrækt verði félagsmiðstöð yfir sumartímann.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 12. fundur - 24.08.2017

Til kynningar er starfsemi vinnuskóla Norðurþings sumarið 2018.
Guðrún Hildur Einarsdóttir flokkstjóri vinnuskólans kom og gerði stuttlega grein fyrir starfi sumarsins.
Lagt fram til kynningar.