Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

6. fundur 21. mars 2017 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Fanný Traustadóttir aðalmaður
  • Bjartey Unnur Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Dong Ingólfsdóttir varamaður
  • Eva Matthildur Benediktsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201609118Vakta málsnúmer

Fyrir ungmennaráði liggur að kjósa í embætti ráðsins.
Embætti ráðsins eru : Formaður, varaformaður og ritari.
Ungmennaráð Norðurþings kaus í eftirfarandi í embætti ráðsins:
Formaður : Fanný Traustadóttir
Varaformaður : Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Ritari: Bjartey Unnur Stefánsdóttir

2.Vinnuskóli Norðurþings 2017

Málsnúmer 201703046Vakta málsnúmer

Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings sumarið 2017 er hafinn.
Málið er til umræðu og umfjöllunar í ungmennaráði.
Ungmennaráð Norðurþings leggur til að kannaður verði sá möguleiki að bjóða ungmennum í 7.bekk að taka þátt í vinnuskóla Norðurþings.
Vinnuskólinn getur unnið félagslegt starf samhliða því að sinna léttri vinnu.
Ungmennaráð vísar málinu til Æskulýðs- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.

3.Uppbygging á athafasvæði barna og unglinga - Ungmennaráð

Málsnúmer 201702127Vakta málsnúmer

Á 12. fundi framkvæmdanefndar þann 18. janúar 2017 var fjallað um uppbyggingu á athafnasvæðum barna og unglinga.
Framkvæmdanefnd hefur áætlað 2 milljónir króna á árinu 2017 til slíkra verkefna.
Ungmennaráði er falið að vinna að tillögur að verkefnum og leggja fyrir framkvæmdanefnd.
Ungmennaráð kom með eftirfarandi tillögur að athafnasvæðum fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu:

- Utanhúss Skólahreystibraut
- Hjólabrettaaðstaða
- Leggja betri brautir á frisbígolfvöll
- fótboltagolfvöllur
- strandblakvöllur
- Ruslafötur víða um bæ = hreinni og fallegri bær
- lagfæring á körfuboltavöllum víða um Norðurþing

Ungmennaráð felur Íþrótta- og tómstundarfulltrúa að greina kostnað og útfærslur á ofantöldum tillögum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

4.Félagsmiðstöðin Tún

Málsnúmer 201702128Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar í Túni á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd hefur kannað möguleika á að starfrækja félagsmiðstöð ungmenna í húsnæði FSH.
Nefnin óskar eftir áliti ungmennaráðs á málinu.
Ungmennaráð Norðurþings telur það góða lausn að flytja félagsstarf yfir í FSH. Kostirnir við þá lausn eru að húsið er nýrra, snyrtilegra og aðgengi er betra að FSH en Túni.
Tún er húsnæði sem þarfnast mikils viðhalds en þó er gott að eiga sitt eigið húsnæði sem hægt er að gera að persónulegra fyrir þá sem sækja félagsmiðstöðina.

5.Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 201702175Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur nú fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5 - 7. apríl nk. á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Ungmennaráð tilnefndir Áslaugu Mundu og Bjarteyju Unni til að fara á ráðstefnuna.
Að fundi loknum fór fram sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar Norðurþings

Fundi slitið - kl. 15:30.