Fara í efni

Gjaldtaka á skíðagöngusvæði á Reykjaheiði

Málsnúmer 201801024

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 17. fundur - 09.01.2018

Skíðagönguspor er reglulega troðið uppá Reykjaheiði ofan Húsavíkur.
Forsvarsmenn Skíðagöngudeildar Völsungs hafa óskað eftir því við Íþrótta- og tómstundafulltrúa að tekin verði upp gjaldtaka á svæðinu. Með vægri gjaldtöku gætu skíðagöngumenn sýnt fram á það að þeir kunna að meta framlag Norðurþings að troða spor reglulega. Einnig væri þá hægt að áætla fjölda fólks sem notar svæðið reglulega.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur vel í þá ósk skíðagöngudeildar að tekið verði við frjálsum framlögum frá skíðagöngumönnum sem nota aðstöðuna.

Til viðmiðunar er eftirfarandi gjald

Stakt skipti = 500 kr
Árskort = 10.000

Leiðbeiningarskilti verður komið fyrir uppá Reykjaheiði og á vef Norðurþings.