Fara í efni

M W óskar eftir framlengingu á geymslusvæði í Tröllakoti.

Málsnúmer 201803043

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Fyrir framkvæmdanefnd liggur meðfylgjandi beiðni M W Germany GmbH um framlengingu samnings vegna leigu á geymslusvæði í Tröllakoti.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framlengja samninginn til 15. maí og taki dagsektarákvæði skv. núgildandi samningi við eftir það. Greiðslur fyrir framlengdan tíma reiknast sem hlutfall af fyrri samningi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 4. fundur - 17.07.2018

M W óskar eftir að leyfi til geymslu gámaeininga fyrirtækissins í Tröllakoti verði framlengt til 30. september 2018 án dagsekta.

Skipulags- og framkvæmdaráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að fjarlægja umræddar gámaeiningar. Einingarnar hafa verið lýti á umhverfinu síðan þær voru settar niður og hindrað afnot annarra af svæðinu.

Ráðið er engu að síður reiðubúið að koma til móts við óskir umsækjanda og leggur því til við byggðaráð að samningur verði framlengdur til 15. ágúst n.k. og stöðuleyfisgjöld innheimt í samræmi við fyrri samning. Ef ekki verður búið að hreinsa svæðið fyrir þann tíma verði fullum dagsektum skv. fyrri samningi beitt afturvirkt frá og með 16. maí 2018.

Byggðarráð Norðurþings - 258. fundur - 19.07.2018

Á 4. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. júli s.l. var bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að fjarlægja umræddar gámaeiningar. Einingarnar hafa verið lýti á umhverfinu síðan þær voru settar niður og hindrað afnot annarra af svæðinu.

Ráðið er engu að síður reiðubúið að koma til móts við óskir umsækjanda og leggur því til við byggðaráð að samningur verði framlengdur til 15. ágúst n.k. og stöðuleyfisgjöld innheimt í samræmi við fyrri samning. Ef ekki verður búið að hreinsa svæðið fyrir þann tíma verði fullum dagsektum skv. fyrri samningi beitt afturvirkt frá og með 16. maí 2018.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við M W í samræmi við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.