Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

258. fundur 19. júlí 2018 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samningur tilbúinn til undirritunar um uppbyggingu við Golfklúbb Húsavíkur. Samningurinn hefur verið til umfjöllunar í byggðarráði síðustu mánuði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Samstarfsverkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201807014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að þingeysk sveitarfélög eiga í samstarfi af ýmsum toga vegna nábýlis. Samstarfsmöguleikar geta verið fleiri en nú eru þegar.

Byggðarráð Norðurþings samþykkir að óska eftir samtali við nærliggjandi sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um samstarfsmöguleika á kjörtímabilinu. Samrekstur og/eða samstarf í brunavörnum verði sérstaklega tekið til skoðunar sem og skipulagsmál, atvinnumál, félagsþjónusta og skólamál. Þá verði einnig skoðað hvort hægt væri að nýta vettvanginn til umræðna um önnur samstarfsmál sveitarfélaga á almennum grunni.
Sveitarstjóra er falið að senda erindi á Héraðsnefnd Þingeyinga bs. og þau sveitarfélög sem við á og fylgja þeim eftir með viðræðum um samstarf. Stefnt verði að sameiginlegum umræðufundi kjörinna fulltrúa um þessi samstarfsmál, t.a.m. á vettvangi Héraðsnefndar Þingeyinga bs, eigi síðar en í október 2018. Sveitarstjóra er einnig falið að draga fram helstu verkefni sem vænleg gætu verið til samstarfs og leggja fyrir byggðarráð.

3.Ósk um samstarf við ríkisvaldið um byggingu íbúðahúsnæðis

Málsnúmer 201807085Vakta málsnúmer

Greinargerð

Það hefur verið mikil uppbygging á svæðinu samhliða auknum umsvifum í iðnaði og ferðaþjónustu. Það er mikilvægt að sveitarfélagið sé aðili að uppbyggingu húsnæðis, bæði sem stefnumótunaraðili og með beinum hætti séð það möguleiki. Byggja þarf húsnæði sem hentar þörfum hverju sinni og í hæfilegu magni. Sérstakur húsnæðisskortur virðist viðvarandi í þéttbýli í Norðurþingi. Sérstaklega á Húsavík. Það þarf að styrkja byggðina og bæjarmyndina á hverjum stað. Húsnæði þarf að henta fólki á öllum aldri, taka tillit til fjölbreyttra þjóðfélagshópar og að fjölbreyttra þarfa.

Það er lítið framboð húsnæðis á leigumarkaði og lítið byggt á síðustu árum af einstaklingum. Íbúðaverð hefur farið hækkandi en fasteignamat sömuleiðis, en stendur þó ekki undir byggingarkostnaði en sem komið er. Húsnæðisþörfin er fyrst og fremst litlar íbúðir, íbúðir hannaðar með lágan byggingarkostnað í huga og íbúðum sé þétt og haganlega fyrir komið.

Ríkisstjórnin hefur nú boðað aðgerðir í húsnæðismálum utan höfuðborgarsvæðisins. Ríkisvaldið hugsar sér sérstakt verkefni í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila á húsnæðismarkaði. Áhugi er fyrir því að finna sveitarfélög í þetta tilraunarverkefni. Grunnforsenda er að sveitarstjórn hafi getu og vilja til að vinna húsnæðisáætlun og að um húsnæðisskort sé að ræða.

Fulltrúi Framsóknar&félagshyggju leggur til við bæjarráð að sveitarstjóra verði falið að senda ráðuneyti húsnæðismála og Íbúðalánasjóði erindi þess efnis að Norðurþing óski eftir að vera þátttakandi í verkefninu.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

4.M W óskar eftir framlengingu á geymslusvæði í Tröllakoti.

Málsnúmer 201803043Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. júli s.l. var bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að fjarlægja umræddar gámaeiningar. Einingarnar hafa verið lýti á umhverfinu síðan þær voru settar niður og hindrað afnot annarra af svæðinu.

Ráðið er engu að síður reiðubúið að koma til móts við óskir umsækjanda og leggur því til við byggðaráð að samningur verði framlengdur til 15. ágúst n.k. og stöðuleyfisgjöld innheimt í samræmi við fyrri samning. Ef ekki verður búið að hreinsa svæðið fyrir þann tíma verði fullum dagsektum skv. fyrri samningi beitt afturvirkt frá og með 16. maí 2018.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við M W í samræmi við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. júlí s.l. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að framlengdur verði 50% afsláttur gatnagerðargjalda af eftirtöldum lóðum á Húsavik:

Stakkholt 7
Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11
Urðargerði 5
Steinagerði 5
Lyngholt 26-32
Lyngholt 42-52
Grundargarður 2

Afsláttur verði veittur til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavik.
Miðast afsláttur vegna lóðanna við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2020. Verði fokheldi ekki náð innan tilgreinds tíma verði gatnagagerðargjöld innheimt að fullu skv. gildandi gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Donda ehf.,vegna Mærudaga

Málsnúmer 201807002Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur til endurákvörðunar beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Donda ehf. vegna Mærudaga.
Um er að ræða aðila sem rekur bjórgerð og byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi og lengdan opnunartíma fyrir Naustið ehf., vegna Mærudaga.

Málsnúmer 201807099Vakta málsnúmer

Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 4

Málsnúmer 1807004FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 17. júlí s.l.
Óli Halldórsson víkur af fundi við umræðu um 1. lið.

Til máls tóku undir lið 1; Guðbjartur Ellert, Bergur Elías, Silja og Örlygur.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í atkvæðagreiðslu vegna liðar 1 í gegnum síma.
Bergur Elías leggur til málamiðlunartillögu um að heimila stöðu eins húss á svæðinu.
Kolbrún Ada og Örlygur samþykkja bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

Bergur Elías bókar;
Undirritaður getur ekki fallist á að tvær 12 fermetra byggingar allt að 4 metra háar verði staðsettar á miðhafnarsvæði. Slíkt mun skerða ásýnd og útsýni yfir hafnarsvæðið frá bryggju.

Fundargerðin er staðfest.

Fundi slitið - kl. 10:30.