Fara í efni

Ósk um samstarf við ríkisvaldið um byggingu íbúðahúsnæðis

Málsnúmer 201807085

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 258. fundur - 19.07.2018

Greinargerð

Það hefur verið mikil uppbygging á svæðinu samhliða auknum umsvifum í iðnaði og ferðaþjónustu. Það er mikilvægt að sveitarfélagið sé aðili að uppbyggingu húsnæðis, bæði sem stefnumótunaraðili og með beinum hætti séð það möguleiki. Byggja þarf húsnæði sem hentar þörfum hverju sinni og í hæfilegu magni. Sérstakur húsnæðisskortur virðist viðvarandi í þéttbýli í Norðurþingi. Sérstaklega á Húsavík. Það þarf að styrkja byggðina og bæjarmyndina á hverjum stað. Húsnæði þarf að henta fólki á öllum aldri, taka tillit til fjölbreyttra þjóðfélagshópar og að fjölbreyttra þarfa.

Það er lítið framboð húsnæðis á leigumarkaði og lítið byggt á síðustu árum af einstaklingum. Íbúðaverð hefur farið hækkandi en fasteignamat sömuleiðis, en stendur þó ekki undir byggingarkostnaði en sem komið er. Húsnæðisþörfin er fyrst og fremst litlar íbúðir, íbúðir hannaðar með lágan byggingarkostnað í huga og íbúðum sé þétt og haganlega fyrir komið.

Ríkisstjórnin hefur nú boðað aðgerðir í húsnæðismálum utan höfuðborgarsvæðisins. Ríkisvaldið hugsar sér sérstakt verkefni í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila á húsnæðismarkaði. Áhugi er fyrir því að finna sveitarfélög í þetta tilraunarverkefni. Grunnforsenda er að sveitarstjórn hafi getu og vilja til að vinna húsnæðisáætlun og að um húsnæðisskort sé að ræða.

Fulltrúi Framsóknar&félagshyggju leggur til við bæjarráð að sveitarstjóra verði falið að senda ráðuneyti húsnæðismála og Íbúðalánasjóði erindi þess efnis að Norðurþing óski eftir að vera þátttakandi í verkefninu.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.