Fara í efni

Samstarfsverkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201807014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Fyrir liggur að þingeysk sveitarfélög eiga óhjákvæmilega í samstarfi af ýmsum toga vegna nábýlis. Samstarfsmöguleikar geta verið fleiri en nú eru þegar.


Málinu er frestað.

Byggðarráð Norðurþings - 258. fundur - 19.07.2018

Fyrir liggur að þingeysk sveitarfélög eiga í samstarfi af ýmsum toga vegna nábýlis. Samstarfsmöguleikar geta verið fleiri en nú eru þegar.

Byggðarráð Norðurþings samþykkir að óska eftir samtali við nærliggjandi sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um samstarfsmöguleika á kjörtímabilinu. Samrekstur og/eða samstarf í brunavörnum verði sérstaklega tekið til skoðunar sem og skipulagsmál, atvinnumál, félagsþjónusta og skólamál. Þá verði einnig skoðað hvort hægt væri að nýta vettvanginn til umræðna um önnur samstarfsmál sveitarfélaga á almennum grunni.
Sveitarstjóra er falið að senda erindi á Héraðsnefnd Þingeyinga bs. og þau sveitarfélög sem við á og fylgja þeim eftir með viðræðum um samstarf. Stefnt verði að sameiginlegum umræðufundi kjörinna fulltrúa um þessi samstarfsmál, t.a.m. á vettvangi Héraðsnefndar Þingeyinga bs, eigi síðar en í október 2018. Sveitarstjóra er einnig falið að draga fram helstu verkefni sem vænleg gætu verið til samstarfs og leggja fyrir byggðarráð.