Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

4. fundur 17. júlí 2018 kl. 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir gallahús.

Málsnúmer 201804062Vakta málsnúmer

Hafnanefnd Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 14. maí 2018 stöðuleyfi fyrir tveimur gallahúsum Norðursiglingar á til þess ætluðum reit við flotbryggju sem fyrirtækið hefur afnot af við Hafnarstétt. Hafnarstjóri óskaði eftir því við Norðursiglingu að húsin yrðu færð norður fyrir stöðuleyfisreitinn en Norðursigling óskar þess nú að fá að setja húsin á stöðuleyfisreitinn eins og fyrri afgreiðsla heimilaði eða litlu sunnan hans.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að húsin tvö verði reist innan stöðuleyfisreits skv. gildandi deiliskipulagi og fái að standa þar til 30. september n.k.

Heiðar Hrafn sat hjá við afgreiðslu málsins.

2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018

Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer

Fundargerð 404. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Fensali ehf., Skjálfandi apartments Stórigarður 13.

Málsnúmer 201807071Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar fyrir allt að 12 gesti að Stóragarði 13.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

4.M W óskar eftir framlengingu á geymslusvæði í Tröllakoti.

Málsnúmer 201803043Vakta málsnúmer

M W óskar eftir að leyfi til geymslu gámaeininga fyrirtækissins í Tröllakoti verði framlengt til 30. september 2018 án dagsekta.

Skipulags- og framkvæmdaráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að fjarlægja umræddar gámaeiningar. Einingarnar hafa verið lýti á umhverfinu síðan þær voru settar niður og hindrað afnot annarra af svæðinu.

Ráðið er engu að síður reiðubúið að koma til móts við óskir umsækjanda og leggur því til við byggðaráð að samningur verði framlengdur til 15. ágúst n.k. og stöðuleyfisgjöld innheimt í samræmi við fyrri samning. Ef ekki verður búið að hreinsa svæðið fyrir þann tíma verði fullum dagsektum skv. fyrri samningi beitt afturvirkt frá og með 16. maí 2018.

5.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 19. september 2017 að framlengja áður veittan 50% afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir tilteknar lóðir miðað við að hús á lóðunum yrðu fokheld fyrir árslok 2018.
Nú er ljóst að mörgum áður tilgreindra lóða er enn óráðstafað.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að framlengdur verði 50% afsláttur gatnagerðargjalda af eftirtöldum lóðum á Húsavik:

Stakkholt 7
Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11
Urðargerði 5
Steinagerði 5
Lyngholt 26-32
Lyngholt 42-52
Grundargarður 2

Afsláttur verði veittur til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavik.
Miðast afsláttur vegna lóðanna við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2020. Verði fokheldi ekki náð innan tilgreinds tíma verði gatnagagerðargjöld innheimt að fullu skv. gildandi gjaldskrá.

6.Axel Jóhannes Yngvason óskar eftir rekstarleyfi fyrir gistihúsið Áin.

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Ráðinu barst erindi frá rekstraraðila þar sem óskað var endurskoðunar á fyrri afstöðu ráðsins. Skipulags- og framkvæmdaráð lagðist á fundi sínum 26. júní 2018 gegn veitingu rekstarleyfis fyrir Ána gistihús.
Eftir samskipti við rekstraraðila veitir ráðið nú jákvæða en skilyrta umsögn fyrir rekstrarleyfið, sem miðar við að fyrir lok árs 2018 verði búið að uppfylla þá byggingaskilmála sem dregnir voru upp í samþykktu deiliskipulagi 2014. Skilmálarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:
„Byggingar verði á einni hæð, með risþaki með þakhalla >15°. Byggingar skulu byggðar úr viðurkenndum byggingarefnum og vera vandaðar að gerð. Mannvirki á svæðinu skulu hafa heildaryfirbragð og skulu litir og efnisval falla vel að umhverfinu.“

Fundi slitið.