Fara í efni

Axel Jóhannes Yngvason óskar eftir rekstarleyfi fyrir gistihúsið Áin.

Málsnúmer 201807084

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 4. fundur - 17.07.2018

Ráðinu barst erindi frá rekstraraðila þar sem óskað var endurskoðunar á fyrri afstöðu ráðsins. Skipulags- og framkvæmdaráð lagðist á fundi sínum 26. júní 2018 gegn veitingu rekstarleyfis fyrir Ána gistihús.
Eftir samskipti við rekstraraðila veitir ráðið nú jákvæða en skilyrta umsögn fyrir rekstrarleyfið, sem miðar við að fyrir lok árs 2018 verði búið að uppfylla þá byggingaskilmála sem dregnir voru upp í samþykktu deiliskipulagi 2014. Skilmálarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:
„Byggingar verði á einni hæð, með risþaki með þakhalla >15°. Byggingar skulu byggðar úr viðurkenndum byggingarefnum og vera vandaðar að gerð. Mannvirki á svæðinu skulu hafa heildaryfirbragð og skulu litir og efnisval falla vel að umhverfinu.“