Fara í efni

Almennt um sorpmál 2018

Málsnúmer 201801145

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort leita skuli leiða, í samráði við sorphirðuverktaka austusvæðis, til þess að auka sorpflokkun þar og hvort nýta skuli framlengingarákvæði í núverandi samningi um framkvæmd soplosunar á þann hátt sem skynsamlegt þykir.
Mjög líklegt er að verktaki þurfi að fjárfesta í tækjabúnaði til þess að flokkun verði möguleg á þessu svæði og því þarf tímalengd framlengingar núverandi samnings að taka mið af þeirri fjárfestingu.
Flokkun sorps hefur verið tekin upp í Reykjahverfi með góðum árangri, en ekki er hægt að leggja að jöfnu aðstæður þar og á austursvæðinu. Rætt hefur verið við verktakann um hvaða möguleikar eru í stöðunni og er verið að vinna með þær hugmyndir.
Framkvæmdanefnd samþykkir að unnið verði með Sel sf. um lausn þessara mála og að núverandi samningur um sorphirðu verði framlengdur um þann tíma sem nauðsynlegur er.

Lagt er til að samningur við íG verði framlengdur um eitt ár.

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Farið hefur fram nokkuð ítarleg umræða milli framkvæmdafulltrúa Norðurþings og forsvarsmanns Sel sf, þess þjónustuaðila sem sinnir sorphirðu á austursvæði sveitarfélagsins, um framtíð sorphirðu á því svæði ásamt möguleikum til flokkunar sorps í dreifbýli austursvæðis.
Fyrir liggur samantekt sem gerir grein fyrir því hvernig mögulegt væri að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að og eins því sem snýr að fyrirkomulagi og kostnaði, verði þessi leið farin.
Fyrirhuguð fjárfesting þjónustuaðila er umtalsverð til þess að sorpflokkun verði möguleg með þessum hætti og með tilliti til þess þyrfti tímalengd samnings að vera u.þ.b. 7 ár svo útlagður kostnaður við hana náist til baka með viðunandi arðsemi og án kostnaðaraukningar sorphirðugjalda.
Gert er ráð fyrir að kostnaður sveitarfélagsins aukist ekki við þessar breytingar frá því sem nú er.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða leið skuli fara við samningsgerð í tenglum við sorpmál á austursvæði Norðurþings.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónstufulltrúa að ganga til samninga við Sel sf um sorphirðu og flokkun á austursvæði Norðurþings til samræmis við það sem lagt er upp með í meðfylgjandi samantekt.

Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018

Farið hafa fram viðræður við Íslenska Gámafélagið vegna framlengingar/endurnýjunar samnings vegna sorphirðu í Reykjahverfi og á Húsavík.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að móta samningsdrög vegna framlengingar sorphirðusamnins við Íslenska Gámafélagið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Umræður í nefnd um sorpmál sveitarfélagins, hver er staðan og hvert er framhaldið.
Smári Jónas Lúðvíksson, umhverfisstjóri Norðurþings fer yfir stöðu sorpmála hjá sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram vinnu við gagnaöflun með það að markmiði að drög að stefnu verði tilbúin fyrir árslok 2018.