Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

270. fundur 29. október 2018 kl. 08:20 - 09:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 15. október s.l.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir fundargerðina og vísar henni til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

2.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2018

Málsnúmer 201810126Vakta málsnúmer

Á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ var samþykkt að greiða hluta hagnaðar af starfsemi félagsins til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Norðurþings í Sameignarsjóði EBÍ er 2,335% og er greiðsla ársins því 1.167.500 krónur.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsögn Samgöngufélagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019-2033

Málsnúmer 201810120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngufélagsins þar sem vakin er athygli á því að félagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsállyktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar. Samgöngufélagið telur það skipta miklu fyrir allt Norðurland og raunar landið allt að leggja megi vegi þessa leið og er því öllum sveitarfélögum á Norðurlandi auk fleiri aðila sent afrit af bréfinu.
Lagt fram til kynningar.

4.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Á 8. fundi fjölskylduráðs var tekið fyrir erindi um byggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða.

Mjög mikil þörf er á sértæku húsnæðisúrræði í Norðurþingi fyrir fatlaða. Í dag eru 6 fullorðnir einstaklingar á biðlista eftir sértæku húsnæðisúrræði og verður að bregðast við því.

Tillagan er sú að sækja um stofnframlög til byggingar 6 íbúða búsetjukjarna sem byggður verði við Pálsreit. Hver íbúð yrði um 50-60 fermetrar, sameiginlegur kjarni/aðstaða fyrir íbúa og lítil starfsmannaaðstaða.


Á fundinum var bókað;
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð tekur undir með fjölskylduráði og telur rétt að hafist verði handa við undirbúning bygginga búsetukjarna við Pálsreit. Greina þarf þarfir og kostnað við verkefnið og ennfremur athuga hvort tekjur eru raunhæfar af sölu annarra eigna og stofnframlaga ríkisins.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur því að hefja vinnu við verkefnið sem fyrst og fjalli m.a. um fjárþörf til undirbúningsvinnunnar og/eða fyrstu áfanga verkefnisins fyrir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.

5.Álagning gjalda 2019

Málsnúmer 201810122Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Fjármálastjóri kynnti þær forsendur sem liggja til grundvallar við útreikninga fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.

6.Fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019

Málsnúmer 201810067Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs rædd.

Á fundinum var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við byggðaráð að fjárhagsrammi Umhverfissviðs verði hækkaður sem nemur 9,8 milljónum og að fjárhagsrammi þjónustumiðstöðvar verði hækkaður sem nemur 55 milljónum. Önnur svið, Umferðar- og samgöngumál og Eignasjóður eru vel innan ramma.
Byggðarráð leggur til að rammi umhverfissviðs verði hækkaður um 9,8 milljónir fyrir fyrri umræðu og rammi þjónustumiðstöðvar um 55 milljónir.

7.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810047Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings rædd.

Á fundinum var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir fjárhagsáætlun hafna fyrir árið 2019. Ráðið óskar eftir að hafnarstjóri og fjármálastjóri fari í frekari skoðun og greiningu á áætluninni. Vísað til byggðarráðs.
Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 09:35.