Fara í efni

Umsögn Samgöngufélagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019-2033

Málsnúmer 201810120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngufélagsins þar sem vakin er athygli á því að félagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsállyktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar. Samgöngufélagið telur það skipta miklu fyrir allt Norðurland og raunar landið allt að leggja megi vegi þessa leið og er því öllum sveitarfélögum á Norðurlandi auk fleiri aðila sent afrit af bréfinu.
Lagt fram til kynningar.