Fara í efni

Álagning gjalda 2019

Málsnúmer 201810122

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Fjármálastjóri kynnti þær forsendur sem liggja til grundvallar við útreikninga fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.

Byggðarráð Norðurþings - 275. fundur - 11.12.2018

Fyrir byggðarráði liggja forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Byggðarráð vísar álagningu gjalda til staðfestingar í sveitarstjórn með þeirri breytingu að sorphirðugjöld verði óbreytt frá fyrra ári kr. 46.117.

Bergur Elías Ágústsson og Guðbjartur Ellert Jónsson óska bókað:
Bent skal á að fyrirliggjandi tillögur þýða 15,4% hækkun á heimili að meðaltali.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson óska bókað:
Bent skal á að fasteignamat í Norðurþingi hefur hækkað um 72,3% frá 2017-2019.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Fyrir sveitarstjórn liggja forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.


Útsvar 14,52%

Fasteignaskattur:

A flokkur
0,525%

B flokkur
1,32%

C flokkur
1,65%Lóðaleiga 1
1,50%


Lóðaleiga 2
2,50%

Vatnsgjald:


A flokkur
0,100%
B flokkur
0,450%
C flokkur
0,450%


Holræsagjald:

A flokkur
0,100%
B flokkur
0,275%
C flokkur
0,275%
Til máls tóku: Bergur, Guðbjartur, Kristján, Kolbrún Ada og Silja.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2019 með aktvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.

Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar þriggja ára áætlunar 2020-2022 með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.

Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti.