Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

301. fundur 12. september 2019 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122Vakta málsnúmer

Nanna Steina Höskuldsdóttir kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málefni Raufarhafnar.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna.

2.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 27. ágúst s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs til að kanna mögulega aðkomu sveitarfélagsins að starfseminni. Sveitarstjóra er einnig falið að skipuleggja heimsókn byggðarráðs í minni byggðarkjarna sveitarfélagsins.
Málefnum eldri borgara og leikskólans er vísað til fjölskylduráðs, öðrum málum fundargerðarinnar er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Staða Grænuvalla

Málsnúmer 201909030Vakta málsnúmer

Hafrún Olgeirsdóttir óskar eftir að byggðarráð ræði stöðu Grænuvalla, þ.e. hver sparnaður sveitarfélagsins er af því að halda starfsmannafundi kl. 14:00 fyrsta föstudag í mánuði og hver fjárhæðin er sem fjölskylduráð hefur ákveðið að lækka ekki leikskólagjöld um vegna vistunar þann tíma sem fundirnir standa.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fjölskylduráði.

4.Stafnes eftirfylgni v. útgáfu afsals

Málsnúmer 201806074Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð eru eigendaskipti á fasteigninni Stafnesi, Raufarhöfn. Norðurþing er afsalshafi á fasteigninni og eru kvaðir um endurbætur á húsinu skv. samningi. Ráðið þarf að taka afstöðu til þess hvort gefa eigi út afsal á þessum tímapunkti.

Byggðarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi sínum.
Byggðarráð samþykkir að gefa út afsal vegna eignarinnar Stafness.

5.Ósk um stuðning við safnastarfssemi

Málsnúmer 201909031Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið geri samning um stuðning við starfssemi safnsins að fjárhæð 1.800.000 á ári til þriggja ára, 2019, 2020 og 2021. Samtals að upphæð kr. 5.400.000. Safnið er sjálfseignarstofnun og ekki rekið i hagnaðarskyni. Safnið tekur reglulega á móti nemendum leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og hefur auk þess á hverju ári frá stofnun þess komið með fyrirlestra og vinnustofur inn í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þá hefur safnið skapað jákvæða umræðu og stutt við uppbyggingu ferðamennsku á svæðinu með yfir 50 umfjöllunum í erlendum miðlum frá stofnun þess.
Byggðarráð þakkar erindið og tekur undir með forsvarsmanni Könnunarsögusafnsins að safnið sé aðdráttarafl í flóru menningar á svæðinu. Byggðarráð telur hins vegar ekki fjárhagslegar forsendur til að koma til móts við beiðni um fjárhagslegan stuðning.

6.Drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarstjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Málsnúmer 201909012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag frá 30. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að útkomuspám fyrir árið 2019 og áætlunum fyrir árið 2020 vegna málaflokkanna; Sameiginlegur kostnaður, Brunamál og almannavarnir og Atvinnumál. Einnig eru til umfjöllunar drög að útkomuspá og áætlun fyrir Menningarmál.
Fjármálastjóri fór yfir framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar 2020.

Fundi slitið - kl. 10:20.