Fara í efni

Ósk um stuðning við safnastarfssemi

Málsnúmer 201909031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 301. fundur - 12.09.2019

Borist hefur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið geri samning um stuðning við starfssemi safnsins að fjárhæð 1.800.000 á ári til þriggja ára, 2019, 2020 og 2021. Samtals að upphæð kr. 5.400.000. Safnið er sjálfseignarstofnun og ekki rekið i hagnaðarskyni. Safnið tekur reglulega á móti nemendum leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og hefur auk þess á hverju ári frá stofnun þess komið með fyrirlestra og vinnustofur inn í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þá hefur safnið skapað jákvæða umræðu og stutt við uppbyggingu ferðamennsku á svæðinu með yfir 50 umfjöllunum í erlendum miðlum frá stofnun þess.
Byggðarráð þakkar erindið og tekur undir með forsvarsmanni Könnunarsögusafnsins að safnið sé aðdráttarafl í flóru menningar á svæðinu. Byggðarráð telur hins vegar ekki fjárhagslegar forsendur til að koma til móts við beiðni um fjárhagslegan stuðning.