Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Húsnæðismál og skipulag - samstarf Norðurþings og Búfesti hsf á grunni fyrri samskipta aðila
201808100
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um greiðslutilhögum gjalda vegna uppbyggingar þriggja fjölbýlishúsa Búfestis hsf. og FaktaBygg AS á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.
2.Beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss
201903004
Á 283. fundi byggðarráðs þann 7. mars s.l. var tekið fyrir erindi Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss. Á fundinum lýsti ráðið sig tilbúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum. Fyrir ráðinu liggja nú drög að kostnaðaráætlun vegna nýrrar félagsaðstöðu Skotfélagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Sveitarstjóra er falið að setja upp drög að samningi til fimm ára að fjárhæð 10 milljónir króna. Jafnframt verði fjölskylduráði falið að endurnýja styrktarsamning við félagið.
3.Vinna við ársreikning - staða mála
201904003
Bergur Elías óskar eftir að farið verði yfir stöðu á vinnu við gerð ársreiknings, tímaáætlun vegna framlagningar ársreiknings o.fl. tengt uppgjörsmálum.
Fjármálastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við ársreikning og tímaáætlun vinnunnar. Fyrri umræða verður í sveitarstjórn þann 16. apríl n.k. og síðari umræða þann 14. maí n.k.
4.EFS - með hvaða hætti standa sveitarfélög að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019
201903128
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 18. mars. Efni bréfsins er "Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019".
Fjármálastjóri fór yfir verklagsreglur og vinnulag varðandi utanumhald um verklegar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Opnunartími í stjórnsýsluhúsi sumarið 2019
201903137
Staðgengill sveitarstjóra kynnir fyrirkomulag opnunartíma í stjórnsýsluhúsi sumarið 2019.
Skrifstofur Norðurþings verða lokaðar frá 22. júlí til 2. ágúst vegna sumarleyfa.
6.Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2019
201904004
Framfarafélag Öxarfjarðarhrepps óskar eftir styrk að fjárhæð 250.000 kr. vegna Sólstöðuhátíðarinnar sem haldin verður 21. - 23. júní n.k.
Byggðarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 250.000 krónur og heimila afnot af íþróttahúsinu án endurgjalds.
7.Ósk um styrk vegna aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga
201904011
Leikfélag Húsavíkur óskar eftir styrk til að mæta kostnaði við aðalfund Bandalags íslenskra leifélaga sem haldið verður á Húsavík dagana 3. - 5. maí n.k.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að veita Leikfélagi Húsavíkur 150.000 króna styrk vegna aðalfundarins.
Byggðarráð samþykkir að veita Leikfélagi Húsavíkur 150.000 króna styrk vegna aðalfundarins.
8.Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra 2020
201904010
Fyrir byggðarráði liggur ósk Slökkviliðs Norðurþings um að halda aðalfund Félags slökkviliðsstjóra á árinu 2020.
Byggðarráð samþykkir að Slökkvilið Norðurþings óski eftir að halda aðalfundinn og vísar kostnaði vegna viðburðarins til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
9.Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2019
201904009
Fyrir byggðarráði liggur tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að Félagsmálaráðuneytið hafi ákvarðað framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði. Framlagið skal greiðast viðkomandi orlofssvæði fyrir 15. maí n.k. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Lagt fram til kynningar.
10.Hitaveita Öxarfjarðar
201901038
Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um hækkun á gjaldskrá veitunnar um 2,981% frá gildandi gjaldskrá. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar gjaldskrárbreytingunni til staðfestingar í sveitarstjórn.
11.Fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þann 11. apríl næstkomandi
201904005
Boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. fimmtudaginn 11. apríl n.k. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarstjórnar Norðurþings á fundinum og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir til vara.
12.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
201709131
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 9. fundar hverfisráðs Raufarhafnar frá 4. mars. sl.
Byggðarráð vísar erindi um gámasvæði og merkingar á gámum til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019
201709152
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar hverfisráðs Reykjahverfis frá 28. mars s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara lið 1 í fundargerðinni um greiðslur fyrir fundarsetu í samræmi við 7. gr. samþykkta um hverfisráð Norðurþings þar sem kveðið er á um að greitt sé fyrir fundi hverfisráða á sama hátt og setu í nefndum sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar liðum 2, 3, 4 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til upplýsingar varðandi lið 5 þá hefur sveitarstjóra þegar verið falið að kanna rekstrarmöguleika Heiðarbæjar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar liðum 2, 3, 4 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til upplýsingar varðandi lið 5 þá hefur sveitarstjóra þegar verið falið að kanna rekstrarmöguleika Heiðarbæjar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir Eyþings 2019-2020
201901067
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 318. fundar stjórnar Eyþings frá 12. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.
201902004
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 15. mars s.l.
Byggðarráð tekur undir þau viðhorf sem koma fram í bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samráð ríkisvaldsins við Sambandið og sveitarfélögin vegna málefna Jöfnunarsjóðs og hvetur til vandaðra vinnubragða.
Aðrir dagskrárliðir lagðir fram til kynningar.
Aðrir dagskrárliðir lagðir fram til kynningar.
16.Alþingi: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.
201903106
Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. apríl n.k.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.
17.Atvinnuveganefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710.mál.
201903100
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars n.k.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:35.