Fara í efni

Húsnæðismál og skipulag - samstarf Norðurþings og Búfesti hsf. á grunni fyrri samskipta aðila

Málsnúmer 201808100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 262. fundur - 30.08.2018

Erindi frá Benedikt Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra Búfesti hsf. liggur fyrir fundinum. Í bréfinu er vísað til fyrri samskipta Búfesti hsf. og Norðurþings m.a. bókunar byggðaráðs á fundi nr. 244 og bréfs dags 7. mars 2018. F.h. Búfesti hsf. er óskað eftir tækifæri til að eiga viðræður við fulltrúa Norðurþings varðandi möguleika á að setja af stað þróunarverkefni með byggingaraðilum sem staðið gæti undir verulegum nýbyggingum og þéttri nýtingu byggingarsvæða á Húsavík og mögulega víðar í sveitarfélaginu. Benedikt mætir til fundarins og fer ítarlegar yfir hugmyndir Búfesti hsf. um framhaldið.
Benedikt Sigurðarson og Eiríkur Haukur Hauksson frá húsnæðissamvinnufélaginu Búfesti mættu á fundinn. Byggðarráð þakkar fulltrúum Búsfestis hsf. fyrir erindið og felur sveitarstjóra að vinna með fulltrúum félagsins að gerð viljayfirlýsingar um samstarf um þróun og uppbyggingu húsnæðis innan sveitarfélagsins og leggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 264. fundur - 13.09.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu Norðurþings og Búfesti hsf. þess efnis að tilvonandi samstarf aðila leiði til til þróunar á nýju hagkvæmu íbúðaframboð á Húsavík og mögulega víðar í Norðurþingi.
Aðilar munu vinna sameiginlega að því að tryggja fullfjármögnun íbúða sem væri ráðstafað í leigu-/leigurétti eða hóflegum búseturétti í samræmi við nánari reglur og samþykktir Búfesti hsf. og aðstæður á húsnæðismarkaði í Norðurþingi.
Í upphafi kom Sigrún Ásta Magnúsdóttir deildarstjóri húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs til fundarins og upplýsti byggðarráð um tilraunaverkefni húsnæðismála á landsbyggðinni. Byggðarráð þakkar Sigrún kærlega fyrir upplýsingarnar og komuna.
Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Norðurþings og Búfesti hsf. og leggja drög að umsókn um tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs fyrir byggðarráð.

Byggðarráð Norðurþings - 285. fundur - 21.03.2019

Til fundarins koma forsvarsmenn Búfestis hsf. og eiga samtal við byggðarráð um stöðu húsnæðisverkefnisins í samstarfi við Íbúðalánasjóð.
Byggðarráð þakkar Benedikti Sigurðarsyni og Eiríki H. Haukssyni frá Búfesti hsf. fyrir samtalið og felur sveitarstjóra að leggja drög að samkomulagi um lóðaleigu og gatnagerð fyrir byggðarráð í næstu viku.

Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um greiðslutilhögum gjalda vegna uppbyggingar þriggja fjölbýlishúsa Búfestis hsf. og FaktaBygg AS á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.