Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

262. fundur 30. ágúst 2018 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022 ásamt drögum að fjárhagsrömmum fyrir árið 2019.
Fjármálstjóri sveitarfélagsins kynnti fyrstu forsendur til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlunar.

2.Húsnæðismál og skipulag - samstarf Norðurþings og Búfesti hsf. á grunni fyrri samskipta aðila

Málsnúmer 201808100Vakta málsnúmer

Erindi frá Benedikt Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra Búfesti hsf. liggur fyrir fundinum. Í bréfinu er vísað til fyrri samskipta Búfesti hsf. og Norðurþings m.a. bókunar byggðaráðs á fundi nr. 244 og bréfs dags 7. mars 2018. F.h. Búfesti hsf. er óskað eftir tækifæri til að eiga viðræður við fulltrúa Norðurþings varðandi möguleika á að setja af stað þróunarverkefni með byggingaraðilum sem staðið gæti undir verulegum nýbyggingum og þéttri nýtingu byggingarsvæða á Húsavík og mögulega víðar í sveitarfélaginu. Benedikt mætir til fundarins og fer ítarlegar yfir hugmyndir Búfesti hsf. um framhaldið.
Benedikt Sigurðarson og Eiríkur Haukur Hauksson frá húsnæðissamvinnufélaginu Búfesti mættu á fundinn. Byggðarráð þakkar fulltrúum Búsfestis hsf. fyrir erindið og felur sveitarstjóra að vinna með fulltrúum félagsins að gerð viljayfirlýsingar um samstarf um þróun og uppbyggingu húsnæðis innan sveitarfélagsins og leggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

3.Bréf til sveitarstjórna vegna samráðsfundar Eyþings

Málsnúmer 201808077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Eyþings dagsett 23. ágúst 2018 þar sem óskað er tilnefningar tveggja fulltrúa Norðurþings á samráðsfund sem áformað er að halda föstudaginn 7. september kl. 10:00-12:00 á Akureyri. Óskað er eftir að skipun fulltrúa berist Eyþingi fyrir 6. september n.k.
Byggðarráð tilnefnir Guðbjart Ellert Jónsson og Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á fundinum.

4.SÍBS Líf og heilsa á Norðurlandi eystra í lok ágúst 2018

Málsnúmer 201808009Vakta málsnúmer

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu 27.-30. ágúst á Norðurlandi Eystra.

Óskað er eftir samstarfi og stuðningi sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði við verkefnið.

Byggðarráð styrkir verkefnið um 50.000 krónur og hvetur íbúa til að nýta sér þjónustuna.

5.Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið

Málsnúmer 201711020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skjal þar sem farið er yfir skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið.
Slík skilyrði, og reglur um starfsemi í tengslum við ACW, eru nauðsynleg til þess að tryggja þau gæði þjónustunnar sem merkið ACW mun standa fyrir og gestir geta reitt sig á. Með þeim verður einnig meiri samfella á milli ólíkra fyrirtækja sem vilja tengjast ACW, og þá sérstaklega í allri markaðssetningu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.