Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

264. fundur 13. september 2018 kl. 08:30 - 10:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Óli Halldórsson tók þátt í fundinum í gegnum Skype.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022 ásamt drögum að fjárhagsrömmum fyrir árið 2019.
Forsendur tekjuáætlunar og fjárhagsrammar voru ræddar. Stefnt að ákvörðun um úthlutun fjárhagsramma á næsta fundi byggðarráðs.

2.Húsnæðismál og skipulag - samstarf Norðurþings og Búfesti hsf á grunni fyrri samskipta aðila

Málsnúmer 201808100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu Norðurþings og Búfesti hsf. þess efnis að tilvonandi samstarf aðila leiði til til þróunar á nýju hagkvæmu íbúðaframboð á Húsavík og mögulega víðar í Norðurþingi.
Aðilar munu vinna sameiginlega að því að tryggja fullfjármögnun íbúða sem væri ráðstafað í leigu-/leigurétti eða hóflegum búseturétti í samræmi við nánari reglur og samþykktir Búfesti hsf. og aðstæður á húsnæðismarkaði í Norðurþingi.
Í upphafi kom Sigrún Ásta Magnúsdóttir deildarstjóri húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs til fundarins og upplýsti byggðarráð um tilraunaverkefni húsnæðismála á landsbyggðinni. Byggðarráð þakkar Sigrún kærlega fyrir upplýsingarnar og komuna.
Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Norðurþings og Búfesti hsf. og leggja drög að umsókn um tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs fyrir byggðarráð.

3.Ljósleiðaratenging í opinberar eignir Norðurþings á austursvæði.

Málsnúmer 201809035Vakta málsnúmer

Byggðarráð bendir á að svigrúm er innan fjárheimilda skipulags- og framkvæmdasviðs til verkefnisins.

4.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði eru tvær fundargerðir hverfisráðs Raufarhafnar frá 4. og 5. fundi ráðsins.
4. fundur 23/7:
Liður 3 - úthlutun sértæks byggðakvóta:
-Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi hverfisráðs með sveitarstjórn og þeim aðilum sem málið varðar að ósk hverfisráðs.

5. fundur 7/9:
Mál 1. Net- og símasamband
-Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við þjónustuaðila sem bera ábyrgð á síma- og netsambandi á svæðinu og ýta á að þjónusta sé tryggð með fullnægjandi hætti.
Mál 2. Slökkvilið Raufarhafnar
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um stöðu slökkviliðs á Raufarhöfn m.t.t. þjálfunar og reykköfunarréttinda og upplýsa hverfisráð.
Mál 3. Áningarstaður við gatnamóta á Hólaheiði
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdanefndaráðs og leggur til að samráð verði haft við Vegagerðina varðandi málið.
Mál 4. Markaðssetning Raufarhafnar:
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við þróunarfulltrúa Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga að taka hugmyndir hverfisráðsins upp varðandi markaðssetningu Raufarhafnar sem búsetukosts fyrir fjölskyldufólk. Sérstaklega verði skoðaðar þær hugmyndir sem fram koma varðandi ívilnanir fyrir þennan hóp. Þessir þættir verði kannaðir í samhengi við vinnu sem nú stendur yfir við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Mál 5. Fegrun Raufarhafnar vor og sumar 2019 og mál 6. fasteignir sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar erindunum til skipulags- og framkvæmdaráðs. Málið verði skoðað í samhengi við fegrunaraðgerðir í miðsvæðum/miðbæjum þéttbýliskjarna í Norðurþingi fyrir komandi sumar.
Mál 7. Borun eftir heitu vatni
Byggðarráð vísar erindi varðandi styrkumsóknir til að bora eftir heitu vatni á Raufarhöfn til Orkuveitu Húsavíkur.

5.Umsókn um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024

Málsnúmer 201809034Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

Lagt fram til kynningar. Byggðarráð leggur til að horft verði sérstaklega til þróunarverkefna til að sækja fjármagn fyrir austurhluta Norðurþings og horft til samstarfs við nærliggjandi sveitarfélög. Sveitarstjóra er falið að koma vinnu af stað við mótun verkefna og umsókna í samráði við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og atvinnufulltrúa sem starfa í Öxarfirði og á Raufarhöfn.
Byggðarráð óskar eftir kynningum á mögulegum verkefnum á næsta fundi ráðsins.

6.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.