Fara í efni

EFS - með hvaða hætti standa sveitarfélög að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019

Málsnúmer 201903128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 18. mars. Efni bréfsins er "Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019".
Fjármálastjóri fór yfir verklagsreglur og vinnulag varðandi utanumhald um verklegar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020

Borist hefur bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra fjárfestingaverkefna í árslok 2019 í samræmi við bréf nefndarinnar frá því í mars 2019. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist nefndinni eigi síðar en 60 dögum eftir dagsetningu bréfsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman drög að samantekt og leggja fyrir byggðarráð.

Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur óskað eftir gögnum um samanburð á fjárfestingum og framkvæmdum ársins 2019 við áætlun ársins 2019 og hefur það verið sent nefndinni.
Lagt fram til kynningar.