Byggðarráð Norðurþings

318. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:00 - 09:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2020

202002108

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir innheimtu útsvarstekna í janúar og febrúar 2020 ásamt rekstraryfirliti málaflokka fyrir janúarmánuð 2020.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um aðkomu að endurbótum hússins Breiðabliks á Raufarhöfn

202002063

Á 317. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Hólmsteins Helgasonar ehf. varðandi aðstöðu eldri borgara í fasteigninni Breiðablik á Raufarhöfn.
Á fundi ráðsins var bókað;
Byggðarráð fagnar frumkvæði að þessu erindi og felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins við rekstur Breiðabliks undangenginna ára og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þess.

Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja drög að samningi við aðila fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Tæknimennt sem byggðaaðgerð - Þingeyjarsýsla

202002044

Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinna nú saman að verkefninu Tæknimennt sem byggðaaðgerð sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Megin markmið verkefnisins er að ýta undir tæknimennt og stafræna færni í grunnskólum á svæðinu enda alveg óhætt að segja að aukin færni á þeim sviðum sé til framtíðar mikilvægt byggðamál.
Hluti af verkefninu er að setja saman spennandi "dótakassa", sem ber heitið Þingeyska snjallkistan. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti verkefnið og skilyrði fyrir styrkveitingunni er að aflað verði fjár á móti frá vinnustöðum á svæðinu til að kosta kaup á búnaði í kistuna.
Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í samræmi við eftirfarandi flokkun;

- Flokkur I: Styrkir undir 50.000 kr.
- Flokkur II: Styrkir á bilinu 50.000-100.000 kr.
- Flokkur II: Styrkir yfir 100.000 kr.


Helena Eydís Ingólfsdóttir og Silja Jóhannesdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 til verkefnisins.

4.EFS - með hvaða hætti standa sveitarfélög að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019

201903128

Borist hefur bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra fjárfestingaverkefna í árslok 2019 í samræmi við bréf nefndarinnar frá því í mars 2019. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist nefndinni eigi síðar en 60 dögum eftir dagsetningu bréfsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman drög að samantekt og leggja fyrir byggðarráð.

5.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

202002114

Borist hefur erindi frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Barnvæn sveitarfélög (www.barnvaensveitarfelog.is) er líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Verkefnið hefur til þessa verið innleitt í þremur sveitarfélögum en langir biðlistar hafa skapast. Með stuðningi Félags- og barnamálaráðherra mun nú öllum sveitarfélögum á landinu standa til boða að gerast barnvæn sveitarfélög á næstu árum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu á verkefninu.

6.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf. 2020

202002113

Boðað er til aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 17:00.
Byggðarráð felur sveitartjóra að sitja fundinn fyrir hönd Norðurþings og Silju Jóhannesdóttur til vara.

7.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2020

202002023

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020

202002110

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 1. til 7. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses., fundargerðirnar eru frá tímabilinu 28. júní 2019 til 29. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

202002045

Á 317. fundi byggðarráðs var tekið til umræðu erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Á fundi ráðsins var bókað;
Lagt fram til kynningar og tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum þar sem undirstrikað verður mikilvægi þess að til komi sérstök framlög frá ríkinu vegna sameininga sveitarfélaga og að ekki komi til skerðinga á núverandi framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameininga.

10.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til samráðs mál nr. 32/2020, "Reglugerð um héraðsskjalasöfn".

202002076

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 32/2020, "Reglugerð um héraðsskjalasöfn".
Umsagnarfrestur er til og með 13.3.2020.
Byggðarráð vísar umsögninni til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Fundi slitið - kl. 09:40.