Fara í efni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofn sveitarfélaga

Málsnúmer 202002045

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 317. fundur - 21.02.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:

Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.

Sjá drög að frumvarpi í samráðsgátt hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2618

Sjá frétt um málið hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/12/Frumvarp-um-lagmarksibuafjolda-i-samradsgatt/
Lagt fram til kynningar og tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020

Á 317. fundi byggðarráðs var tekið til umræðu erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Á fundi ráðsins var bókað;
Lagt fram til kynningar og tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum þar sem undirstrikað verður mikilvægi þess að til komi sérstök framlög frá ríkinu vegna sameininga sveitarfélaga og að ekki komi til skerðinga á núverandi framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameininga.