Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

317. fundur 21. febrúar 2020 kl. 10:00 - 12:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Undir lið 1 sátu:
Hilda Jana Gísladóttir formaður SSNE
Elías Pétursson, formaður AÞ, sem sat fundinn í fjarfundi
Jóna Björg Hlöðversdóttir, varaformaður AÞ
Aðalsteinn Á. Baldursson stjórnarmaður AÞ

1.Samrunaáætlun SSNE

Málsnúmer 202002026Vakta málsnúmer

Á 315. fundi byggðarráðs var lögð fram eftirfarandi tillaga og breytingatillaga við hana;

Undirritaðir leggja fram þá tillögu að byggðarráð Norðurþings boði formann og varaformann SSNE á næsta fund ráðsins. Þar sem samrunaáætlun verið kynnt með ítarlegum hætti sem og efnahagur félagsins, framtíðar rekstur þess og virkni höfðustöðva félagsins á Húsavík. Jafnframt er lagt til að fulltrúi Framsýnar í Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og fulltrúi atvinnurekanda á svæðinu verði boðaðir á fundinn undir sama lið.

Bergur Elías Ágústsson, Kristján Friðrik Sigurðsson

Helena Eydís og Benóný Valur gera eftirfarandi breytingatillögu:

Lagt er til að stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði boðuð til fundar við byggðarráð Norðurþings undir sama lið.

Byggðarráð samþykkir breytingatillögu Helenu Eydísar og Benónýs Vals.


Á 317. fund byggðarráðs koma fulltrúar úr stjórn SSNE og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í samræmi við tillögurnar frá 315. fundi byggðrráðs.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og góðar og málefnilegar umræður.

2.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar stjórnar SSNE frá 12. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um aðkomu að endurbótum hússins Breiðabliks á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hólmsteini Helgasyni ehf. (HH) varðandi aðstöðu eldri borgara í fasteigninni Breiðablik á Raufarhöfn.

Erindið felur í sér að fyrirtækið er tilbúið að koma myndarlega að endurbyggingu húnæðisins, með því að leggja til allt efni, aðkeypta vinnu, og greiða fyrir útlát varðandi nauðsynlegar teikningar og annað sem verkefninu tilheyrir, sem sagt að tryggja framgang verkefnisins til enda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum;

- Norðurþing afhendi Félagi Eldri Borgara á Raufarhöfn (FEBR) húsið til eignar
- Norðurþing felli niður fasteignagjöld af eigninni á meðan það verður í eigu FEBR
- Norðurþing sjái um eðlilegan rekstrarkostað af eigninni, s.s. rafmagn o.þ.h.
- Norðurþing leggi til framlag til verkefnisins, sem t.d. má hugsa sem jafngildi kostnaðar við að farga eigninni, ca. 1 mill á ári, næstu 4 ár, sem HH mun leggja út fyrir með áður lýstu framlagi.
- Norðurþing innheimti ekki kostnað vegna framkvæmdanna, s.s. varðandi úttektir byggingafulltrúa, eldvarnareftirlits o.þ.h.
Byggðarráð fagnar frumkvæði að þessu erindi og felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins við rekstur Breiðabliks undangenginna ára og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þess.

Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

4.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2020

Málsnúmer 202002067Vakta málsnúmer

Boðað er til aukaaðalfundar Greiðrar leiðar ehf. þriðjudaginn 25. febrúar kl. 11:00.
Byggðarráð tilnefnir Helenu Eydísi Ingólfsdóttur sem fulltrúa Norðurþings á fundinn og Silju Jóhannesdóttur til vara.

5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofn sveitarfélaga

Málsnúmer 202002045Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:

Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.

Sjá drög að frumvarpi í samráðsgátt hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2618

Sjá frétt um málið hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/12/Frumvarp-um-lagmarksibuafjolda-i-samradsgatt/
Lagt fram til kynningar og tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 12:15.