Fara í efni

Samrunaáætlun SSNE

Málsnúmer 202002026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 317. fundur - 21.02.2020

Á 315. fundi byggðarráðs var lögð fram eftirfarandi tillaga og breytingatillaga við hana;

Undirritaðir leggja fram þá tillögu að byggðarráð Norðurþings boði formann og varaformann SSNE á næsta fund ráðsins. Þar sem samrunaáætlun verið kynnt með ítarlegum hætti sem og efnahagur félagsins, framtíðar rekstur þess og virkni höfðustöðva félagsins á Húsavík. Jafnframt er lagt til að fulltrúi Framsýnar í Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og fulltrúi atvinnurekanda á svæðinu verði boðaðir á fundinn undir sama lið.

Bergur Elías Ágústsson, Kristján Friðrik Sigurðsson

Helena Eydís og Benóný Valur gera eftirfarandi breytingatillögu:

Lagt er til að stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði boðuð til fundar við byggðarráð Norðurþings undir sama lið.

Byggðarráð samþykkir breytingatillögu Helenu Eydísar og Benónýs Vals.


Á 317. fund byggðarráðs koma fulltrúar úr stjórn SSNE og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í samræmi við tillögurnar frá 315. fundi byggðrráðs.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og góðar og málefnilegar umræður.