Fara í efni

Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 202002114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020

Borist hefur erindi frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Barnvæn sveitarfélög (www.barnvaensveitarfelog.is) er líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Verkefnið hefur til þessa verið innleitt í þremur sveitarfélögum en langir biðlistar hafa skapast. Með stuðningi Félags- og barnamálaráðherra mun nú öllum sveitarfélögum á landinu standa til boða að gerast barnvæn sveitarfélög á næstu árum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu á verkefninu.

Byggðarráð Norðurþings - 320. fundur - 12.03.2020

Kynning frá Unicef á fundi byggðarráðs Norðurþings þann 12. mars. varðandi verkefnið barnvæn sveitarfélög. Verkefnið styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Marín Rós Eyjólfsdóttir og Hjördís Eva Þórðardóttir frá Unicef kynntu erindið í gegnum fjarfundarbúnað.

Byggðarráð þakkar þeim fyrir kynninguna. Málið verður tekið til skoðunar í byggðarráði á haustdögum.