Fara í efni

Hitaveita Öxarfjarðar

Málsnúmer 201901038

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 187. fundur - 16.01.2019

Þann 10. janúar s.l. var haldinn stjórnarfundur í stjórn Hitaveitu Öxarfjarðar, þar sem Orkuveita Húsavíkur ohf. er um helmings eigandi félagsins.
Sá fundur snerist eingöngu um fyrirhugaða friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum, samþykkt umsögn meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings um það mál sem tekin var fyrir í lok síðasta árs og þær afleiðingar sem friðlýsingin gæti haft í för með sér fyrir starfsemi félagsins.

Framkvæmdastjóri fer yfir málefni Hitaveitu Öxarfjarðar.
Farið yfir fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. sem haldinn var þann 10. janúar s.l.

Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um hækkun á gjaldskrá veitunnar um 2,981% frá gildandi gjaldskrá. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar gjaldskrárbreytingunni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Eftirfarandi var bókað á 286. fundi byggðarráðs Norðurþings; Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um hækkun á gjaldskrá veitunnar um 2,981% frá gildandi gjaldskrá. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar gjaldskrárbreytingunni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók;
Bergur Elías
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.