Orkuveita Húsavíkur ohf

187. fundur 16. janúar 2019 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Jónas Hreiðar Einarsson sat fundinn undir fundarlið nr. 1.

1.Sjóböð ehf

201702064

Stjórnarfundur var haldinn í Sjóböðum ehf., föstudaginn 11. janúar s.l. Fundargerð þess fundar hefur ekki verið birt hluthöfum, en Jónas Hreiðar Einarsson, stjórnarmaður mun fara yfir fyrirliggjandi málefni Sjóbaða ehf.
Stórn OH þakkar Jónasi Hreiðari fyrir greinargóða kynningu á stöðu verkefnisins.

2.Hitaveita Öxarfjarðar

201901038

Þann 10. janúar s.l. var haldinn stjórnarfundur í stjórn Hitaveitu Öxarfjarðar, þar sem Orkuveita Húsavíkur ohf. er um helmings eigandi félagsins.
Sá fundur snerist eingöngu um fyrirhugaða friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum, samþykkt umsögn meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings um það mál sem tekin var fyrir í lok síðasta árs og þær afleiðingar sem friðlýsingin gæti haft í för með sér fyrir starfsemi félagsins.

Framkvæmdastjóri fer yfir málefni Hitaveitu Öxarfjarðar.
Farið yfir fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. sem haldinn var þann 10. janúar s.l.

3.Íslensk Orka

201702061

Föstudaginn 4. janúar var haldinn fundur í stjórn Íslenskrar Orku ehf.
Sá fundur snerist eingöngu um fyrirhugaða friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum, samþykkt umsögn meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings um það mál sem tekin var fyrir í lok síðasta árs og þær afleiðingar sem friðlýsingin gæti haft í för með sér fyrir starfsemi félagsins.

Framkvæmdastjóri fer yfir málefni Íslenskrar Orku ehf.
Farið yfir fundargerð stjórnarfundar Íslenskrar Orku ehf. sem haldinn var þann 4. janúar s.l.

4.Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum

201810124

Fyrir liggja drög að athugasemdum til Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í tengslum við virkanakosti 2. hluta rammaáætlunar, 12 Arnardalsvirkjunar og 13 Helmingsvirkjunar.
Gert er ráð fyrir að friðlýsingin nái yfir farveg Jökulsár frá jökli til sjávar, 500 m frá miðlínu núverandi árfarvega til beggja handa.
Fyrir stjórn liggur að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem lagðar hafa verið fram.
Framkvæmdastjóra er falið að koma athugasemdum stjórnar OH sem birtar eru í minnisblaði (Athugasemdir til Umhverfisstofnunar, dags. 27.12.2018) til skila við Umhverfisstofnun fyrir 23. janúar 2018.

Sjálfbær nýting orkuauðlinda og annarra landgæða fellur mjög vel að stefnu og starfsemi Orkuveitu Húsavíkur ohf. og er sú nálgun sem félagið vill sjá í umgengni við náttúruna á sem flestum sviðum.

Orkuveita Húsavíkur ohf. stóð á árinu 2005 að borun holu BA-04 sem stendur á bökkum Jökulsár á Fjöllum, vestan Bakkahlaups og er handhafi nýtingarréttar holunnar. Fyrirhuguð nýting þeirrar holu er til hitaveitu í Kelduhverfi, skapist forsendur til slíkra framkvæmda í náinni framtíð.
Tengd félög Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem einnig eiga hagsmuna að gæta á þessu svæði eru Íslensk Orka ehf. sem á nýtingarrétt á holum BA-01, BA-02 og BA-03 austan Bakkahlaups, Hitaveita Öxarfjarðar sem rekur holu ÆR-03 í Austursandi við Ærlækjarsel í tengslum við hitaveitu í Öxarfirði og Seljalax hf. sem er eigandi þeirrar holu sem Hitaveita Öxarfjarðar nýtir til sinnar veitustarfsemi.

Orkuveita Húsavíkur hefur undanfarin ár, ásamt fleiri aðilum, haft áform uppi um nýtingu á heitu vatni úr borholum á söndunum við Jökulsá í Kelduhverfi og/eða Öxarfirði. Áhyggjur stjórnar Orkuveitu Húsavíkur snúa að orðalagi í tillögu að auglýsingu Umhverfisstofnunar sem stjórn telur að geti hæglega valdið misskilningi þar sem 4. gr. kveður á um að „Orkuvinnsla innan marka verndarsvæðisins er óheimil.“ Sé ekki skýrt kveðið á um að ofangreindar borholur, eða aðrar nýjar borholur sem nýttar eru til orkuframleiðslu séu undanskildar þessu ákvæði, verður að breyta orðalaginu. Áform þessi mega ekki binda hendur starfandi aðila á svæðinu m.t.t. uppbyggingar og sjálfbærrar nýtingar vatnsauðlindarinnar í sandinum. Stjórn leggur alla áherslu á að tryggt verði með skýru orðalagi að landnytjar sem þessar falli utan afmörkunar áformaðrar friðlýsingar, enda er markmið tillögunnar byggt á þingsályktunar 13/141 og laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun þar sem gildandi stærðarviðmið eru 10 MW eða þar yfir. Því er lagt til að orðalag friðlýsingarinnar og/eða áform um stærð friðlýsts svæðis verði endurskoðað og þetta verði dregið skýrt fram.

Samþykkt af Sif Jóhannesdóttur og Sigurgeiri Höskuldssyni.

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað.
Undirritaður leggst gegn friðlýsingu neðan brúar Jökulsár á Fjöllum við Ásbyrgi. Hverfisvernd á þessu svæði er til staðar og skilgreind í aðalskipulagi Norðurþings. Ekki er ástæða til þess að breyta því fyrirkomulagi sem sátt hefur verið um til þessa. Af þessum sökum get ég ekki samþykkt fyrirliggjandi umsögn meirihluta í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

5.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

201809043

Rætt hefur verið við þrjá reynslumikla aðila, ýmist á sviði stefnumótunar, orkumála, stjórnsýslu eða alls sem að framan er talið, varðandi aðkomu að þeirri vinnu sem liggur fyrir varðandi stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf. Allir neðangreindir hafa lýst yfir áhuga á að koma að þessari vinnu.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til þess hver þeirra aðila myndi falla best að vinnu OH við stefnumótun.

1. Hilmar Gunnlaugsson hrl. og lögfræðingur í orkurétti.
Hilmar er starfandi stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga, hefur góða innsýn í orkugeirann, hefur unnið ýmis lögfræðistörf fyrir sveitarfélagið ásamt því að hafa komið að stefnumótunarvinnu annarra félaga.

2. Haraldur Flosi Tryggvason hdl., M.Jur, MBA.
Haraldur Flosi hefur m.a. setið í stjórnum OR og Landsvirkjunar og þekkir því vel umhverfi orkugeirans. Haraldur hefur töluverða reynslu af stefnumótun félaga og fyrirtækja og hefur kennt slík fræði við HÍ.

3. Ráðrík ehf. - Ráðgjafafyrirtæki
Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. samanstendur af þremur einstaklingum sem hafa töluverða reynslu og innsýn í sveitarstjórnarmál og orkumál, ásamt því að hafa unnið að stefnumótun ýmisa félaga.
Framkvæmdastjóra er falið að leggja fyrir þessa þrjá aðila drög að þeirri vinnu sem liggur fyrir, þau gögn sem nú þegar eru til úr fyrri stefnumótunarvinnu og kalla eftir þeirra sýn á hvernig verkefnið verði unnið m.t.t. þess.
Í upphafi er gert ráð fyrir ca. 40 klst. í verkefnið og þarf að liggja fyrir tilboð m.v. það vinnumagn.
Fari vinnan við verkefnið fram úr þeim tíma, þarf að liggja fyrir einingaverð pr. klst. umfram það.

Fundi slitið - kl. 16:00.