Fara í efni

Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 181. fundur - 13.09.2018

Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ofh.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf vinni nýja stefnumótun fyrir OH ohf til næstu fimm til tíu árin. Einnig er lagt til að samráðshópur með fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings skipi fulltrúa í framangreinda vinnu ásamt stjórn félagsins. Tillögur samráðshópsins verið síðan bornar undir stjórn OH ehf og eiganda hennar til samþykktar.

Greinargerð
Í framangreindir vinnu verði lögð áhersla eftirfarandi þætti;
Framtíðarsýn - hvert stefnir fyrirtækið.
Viðskipta- og Samkeppnisstefnu.
Rekstrarstefnu - fjármála sem og innra starf (starfsmanna- og öryggisstefnu)
Fjárfestingarstefnu - fyrir stærri fjárfestingarverkefni félagsins.

Eðlilegt er að endurgerð stefnu OH ehf sé að mörgu leyti byggð á þeirri stefnu sem samþykkt var af stjórn OH ehf og eiganda hennar. Ákaflega mikilvægt er að við þessa vinnu verði farið yfir eftirfylgni stjórnar á gildandi stefnu, sem takmarkar veigamiklar ákvarðannir stjórnar án samþykki eiganda félagsins, enda um opinbert hlutafélag að ræða og miklir fjárhagslega hagsmunir í húfi. Í þessu samhengi er mikilvægt, lærdómsins vegna, að draga fram hvort stjórn hafi farið eftir þeirri stefnu sem ákveðin var af eiganda félagsins. Sérstaka áherslu er vert að leggja á rekstrarstefnu (fjármál, starfsmannamál og öryggisstefnu) og hvort fjárfestingastefnu félagsins hafi verið fylgt eftir samkvæmt þeim leikreglum sem gildandi fjárfestingastefna kveður á um.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Byggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur þann 13. september s.l. lagði Bergur Elías Ágústsson fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf. vinni nýja stefnumótun fyrir OH ohf. til næstu fimm til tíu árin. Einnig er lagt til að samráðshópur með fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings skipi fulltrúa í framangreinda vinnu ásamt stjórn félagsins. Tillögur samráðshópsins verið síðan bornar undir stjórn OH ohf. og eiganda hennar til samþykktar.

Greinargerð
Í framangreindir vinnu verði lögð áhersla eftirfarandi þætti;
Framtíðarsýn - hvert stefnir fyrirtækið.
Viðskipta- og Samkeppnisstefnu.
Rekstrarstefnu - fjármála sem og innra starf (starfsmanna- og öryggisstefnu)
Fjárfestingarstefnu - fyrir stærri fjárfestingarverkefni félagsins.

Eðlilegt er að endurgerð stefnu OH ehf sé að mörgu leyti byggð á þeirri stefnu sem samþykkt var af stjórn OH ehf og eiganda hennar. Ákaflega mikilvægt er að við þessa vinnu verði farið yfir eftirfylgni stjórnar á gildandi stefnu, sem takmarkar veigamiklar ákvarðannir stjórnar án samþykki eiganda félagsins, enda um opinbert hlutafélag að ræða og miklir fjárhagslega hagsmunir í húfi. Í þessu samhengi er mikilvægt, lærdómsins vegna, að draga fram hvort stjórn hafi farið eftir þeirri stefnu sem ákveðin var af eiganda félagsins. Sérstaka áherslu er vert að leggja á rekstrarstefnu (fjármál, starfsmannamál og öryggisstefnu) og hvort fjárfestingastefnu félagsins hafi verið fylgt eftir samkvæmt þeim leikreglum sem gildandi fjárfestingastefna kveður á um.

Á fundinum var bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 11:13.

Byggðarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018

Á 181. fundi Orkuveitu Húsavíkur ofh. var eftirfarandi bókað:

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.


Á 271. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Kristján og Bergur.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að starfshópurinn sem halda skal utan um stefnumótunarvinnu Orkuveitu Húsavíkur verði samansettur af stjórn OH ásamt einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings, alls 8 einstaklingum. Þannig má tryggja aðkomu allra framboða að stefnumótunarvinnunni. Það er mikilvægt að sem flestir kjörnir fulltrúar komi að þessari vinnu og því er því beint til framboðanna að tilnefna kjörna fulltrúa sé þess kostur og að gætt sé að kynjahlutöll séu sem jöfnust. Lagt er til að stjórn OH formgeri tillögu að verkefninu hvað varðar umfang þess, tímalengd og aðkomu ráðgjafa að vinnunni. Stefnt skal að því að hefja vinnuna í upphafi nýs árs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.


Tilnefning fulltrúa:
B-listi: Gunnlaugur Stefánsson
D-listi: Helena Eydís Ingólfsdóttir
E-listi: Hafrún Olgeirsdóttir
S-listi: Silja Jóhannesdóttir
V-listi: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Orkuveita Húsavíkur ohf - 185. fundur - 19.12.2018

Á 181. fundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðarráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málið var tekið fyrir á 86. fundi sveitarstjórnar Norðurþings, þann 20.11.2018 og var eftirfarandi tillaga lögð fram þar og samþykkt samhljóða:
Lagt er til að starfshópurinn sem halda skal utan um stefnumótunarvinnu Orkuveitu Húsavíkur verði samansettur af stjórn OH ásamt einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings, alls 8 einstaklingum. Þannig má tryggja aðkomu allra framboða að stefnumótunarvinnunni. Það er mikilvægt að sem flestir kjörnir fulltrúar komi að þessari vinnu og því er því beint til framboðanna að tilnefna kjörna fulltrúa sé þess kostur og að gætt sé að kynjahlutöll séu sem jöfnust. Lagt er til að stjórn OH formgeri tillögu að verkefninu hvað varðar umfang þess, tímalengd og aðkomu ráðgjafa að vinnunni. Stefnt skal að því að hefja vinnuna í upphafi nýs árs.

Tilnefning fulltrúa:
B-listi: Gunnlaugur Stefánsson
D-listi: Helena Eydís Ingólfsdóttir
E-listi: Hafrún Olgeirsdóttir
S-listi: Silja Jóhannesdóttir
V-listi: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að draga að borðinu ráðgjafafyrirtæki sem gæti komið að þessari vinnu.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 187. fundur - 16.01.2019

Rætt hefur verið við þrjá reynslumikla aðila, ýmist á sviði stefnumótunar, orkumála, stjórnsýslu eða alls sem að framan er talið, varðandi aðkomu að þeirri vinnu sem liggur fyrir varðandi stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf. Allir neðangreindir hafa lýst yfir áhuga á að koma að þessari vinnu.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til þess hver þeirra aðila myndi falla best að vinnu OH við stefnumótun.

1. Hilmar Gunnlaugsson hrl. og lögfræðingur í orkurétti.
Hilmar er starfandi stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga, hefur góða innsýn í orkugeirann, hefur unnið ýmis lögfræðistörf fyrir sveitarfélagið ásamt því að hafa komið að stefnumótunarvinnu annarra félaga.

2. Haraldur Flosi Tryggvason hdl., M.Jur, MBA.
Haraldur Flosi hefur m.a. setið í stjórnum OR og Landsvirkjunar og þekkir því vel umhverfi orkugeirans. Haraldur hefur töluverða reynslu af stefnumótun félaga og fyrirtækja og hefur kennt slík fræði við HÍ.

3. Ráðrík ehf. - Ráðgjafafyrirtæki
Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. samanstendur af þremur einstaklingum sem hafa töluverða reynslu og innsýn í sveitarstjórnarmál og orkumál, ásamt því að hafa unnið að stefnumótun ýmisa félaga.
Framkvæmdastjóra er falið að leggja fyrir þessa þrjá aðila drög að þeirri vinnu sem liggur fyrir, þau gögn sem nú þegar eru til úr fyrri stefnumótunarvinnu og kalla eftir þeirra sýn á hvernig verkefnið verði unnið m.t.t. þess.
Í upphafi er gert ráð fyrir ca. 40 klst. í verkefnið og þarf að liggja fyrir tilboð m.v. það vinnumagn.
Fari vinnan við verkefnið fram úr þeim tíma, þarf að liggja fyrir einingaverð pr. klst. umfram það.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 188. fundur - 01.02.2019

Fyrir liggja kostnaðaráætlanir þeirra aðila sem félagið hefur nálgast varðandi ráðgjöf við fyrirliggjandi stefnumótunarvinnu OH.
Velja þarf ráðgefandi aðila úr hópi þeirra sem gefið hafa færi á sér til þeirra starfa.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar þeim aðilum sem gáfu kost á sér til þess að koma að vinnu við stefnumótun félagsins, og skiluðu kostnaðaráætlunum í verkið.
Stjórnin er sammála um að Hilmar Gunnlaugsson hrl. verði fenginn að borðinu varðandi þessa vinnu og er framkvæmdastjóra falið að tilkynna ákvörðun félagsins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 195. fundur - 01.08.2019

Umræður um stefnumótunarvinnu OH.
Stjórn OH leggur áherslu á að vinnu við stefnumótun félagsins verði lokið í október n.k.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður fer yfir og skýrir væntanlega niðurstöðu stefnumótunarvinnu OH sem fram fór fyrr á árinu.
Hilmar Gunnlaugsson kom inn á fundinn í gengum síma og fór yfir stöðu stefnumótunarvinnu OH og næstu skref.
Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í september eða október.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 198. fundur - 06.11.2019

Hilmar Gunnlaugsson Hrl. hefur formað niðurstöður vinnuhóps um stefnumótun Orkuveitu Húsavíkur ohf. Taka þarf afstöðu til þeirra gagna sem marka munu stefnu félagsins til næstu ára og vísa til sveitarstjórnar Norðurþings, eiganda OH til samþykktar.
Stjórn OH fjallaði um helstu niðurstöður stefnumótunarhóps.
Stefnurnar eru eftirfarandi:
1. Hlutverk, framtíðarsýn og kjarnastarfsemi.
2. Fjárfestingarstefna.
3. Rekstrarstefna Fjármál.
4. Viðskiptastefna.
5. Auðlinda- og umhverfisstefna.
Lagt er til að stjórn félagsins ákveði þá mælikvarða sem stuðst verði við í hverju tilfelli til eftirfylgni.
Stjórn samþykkir framlagðar stefnur og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Á 198. fundi sínum fjallaði stjórn OH um helstu niðurstöður stefnumótunarhóps. Stefnurnar eru eftirfarandi: 1. Hlutverk, framtíðarsýn og kjarnastarfsemi. 2. Fjárfestingarstefna. 3. Rekstrarstefna Fjármál. 4. Viðskiptastefna. 5. Auðlinda- og umhverfisstefna. Lagt er til að stjórn félagsins ákveði þá mælikvarða sem stuðst verði við í hverju tilfelli til eftirfylgni. Stjórn samþykkir framlagðar stefnur og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku Hjálmar Bogi, Kristján Þór, Helena Eydís, Silja,Kolbrún Ada og Hafrún.

Stefnurnar lagðar fram til atkvæðagreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 203. fundur - 12.03.2020

Vinna vegna stefnumótunar Orkuveitu Húsavíkur ohf. er að baki og í kjölfarið liggja eftir fjórar nær fullmótaðar stefnur varðandi rekstur félagsins til framtíðar og sem ætlunin er að fylgja. Eftir stendur að taka ákvörðun um lykilstærðir sem snúa að skyldum stjórnar OH gagnvart eiganda félagsins.
Stjórn OH setti fram þá mælikvarða sem tengjast stefnumótun félagsins og styðjast ber við í tengslum við rekstur þess. Stefnur og mælikvarðar verða birtir á heimasíðu félagsins.
Stefnur Orkuveitu Húsavíkur ohf eru eftirtaldar:
1. Auðlinda- og Umhverfisstefna
2. Rekstrarstefna Fjármál
3. Viðskiptastefna
4. Fjárfestingarstefna