Orkuveita Húsavíkur ohf

196. fundur 05. september 2019 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Hilmar Gunnlaugsson hringdi inn á fundinn undir máli nr.4
Röðull Reyr Kárason sat fundinn undir fundarlið nr.9

1.GPG Seafood ehf. sækir um lækkun verðs á köldu vatni

201908113

GPG seafood ehf. sækir um lækkun verðs á köldu vatni til framleiðslueininga sinna á Raufarhöfn og á Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir erindi GPG með vísan í gjaldskrá félagsins.

2.Námsferð starfsmanna OH til Danmerkur

201908112

Starfsmönnum OH stendur til boða að sækja verklegt námskeið í Danmörku í mars 2020.
Stjórn OH samþykkir að greiða fyrir námsferð tveggja starfsmanna veitunnar til Danmerkur í mars á næsta ári.

3.Efnavöktun í vinnsluholum OH

201810145

Ráðist verður í efnarannsóknir í vinnsluholum Orkuveitu Húsavíkur ohf. á Hveravöllum nú á haustmánuðum.
Ekki er um að ræða lögboðnar rannsóknir að kröfu Orkustofnunar, heldur eru þær liður í eftirliti OH með auðlindum félagsins og söfnun gagna til þess að hægt sé að fylgjast með þróun þeirra, m.a. í tengslum við væntanlega raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum.
Stjórn OH samþykkir að farið verði í efnarannsóknir á vinnslusvæði félagsins á Hveravöllum.
Jafnframt samþykkir stjórnin fyrirliggjandi tilboð í verkefnið frá Geochemý ehf.

4.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf.

201809043

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður fer yfir og skýrir væntanlega niðurstöðu stefnumótunarvinnu OH sem fram fór fyrr á árinu.
Hilmar Gunnlaugsson kom inn á fundinn í gengum síma og fór yfir stöðu stefnumótunarvinnu OH og næstu skref.
Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í september eða október.

5.Staða framkvæmda OH 2019

201905113

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu yfirstandandi framkvæmda Orkuveitu Húsavíkur og þeirra verkefna sem framundan eru.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á yfirstandandi rekstrarári.

6.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

201905094

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins ásamt nálgun þeirra aðila sem valdir hafa verið til áframhaldandi viðræðna í tengslum við rekstur orkustöðvar OH að Hrísmóum.
Mat valnefndar liggur fyrir til ákvörðunar stjórnar OH um framhald verkefnisins.
Stjórn OH samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fara í samningaviðræður við Mannvit, HS-Orku og Deili um rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum 1, þar sem notaður verði Ormat-vélbúnaður HS-Orku til framleiðslunnar. Samstarfið verði grundvallað á leið nr. 3 skv. útgefinni samkeppnislýsingu.

7.Orkuígildismælar

201903077

Í byrjun árs 2019 var ákveðið að skoða möguleika Orkuveitu Húsavíkur ohf. á því að taka upp notkun orkuígildismæla í dreifbýli. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar til þess að mæta framtíðarkröfum á þessu sviði og hins vegar til einföldunar verðskrár hitaveitu í þéttbýli.
Fyrir liggur tilboð frá Frumherja í leigu orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla, sem taka þarf afstöðu til og ákveða næstu skref í málinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að hefja útskipti hefðbundinna rennslismæla í stað orkuígildismæla á hluta veitusvæðis félagsins.
Horft er til dreifbýlis í fyrstu á meðan verið er að stilla af gjaldskrá og raunorkunotkun.

8.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH

201907073

Á síðasta fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., var bókað að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. muni á næsta fundi leggja fram til samþykktar, nánari reglur um innheimtu veitugjalda.
Lögð eru fram drög að reglum um innheimtu vangoldinna veitugjalda sem taka þarf afstöðu til.
Stjórn OH samþykkir að stuðst verði við drög sem liggja fyrir frá aðilum í sambærilegum rekstri varðandi innheimtu- og lokunarferli vegna vangreiddra veitugjalda.
Miðað skal við að lokunarferli hefjist, hafi greiðslur ekki borist innan 3ja mánaða frá eindaga reiknings.
Framkvæmdastjóra falið að klára uppsetningu verkferla og leggja fyrir stjórn til endanlegrar samþykktar.

9.Rafveita á Húsavík 100 ára

201812067

Taka þarf ákvörðun um aðferð við val á hönnun minnismerkis sem reist verður í suðurfjöru í tilefni 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að óskað verði eftir tillögum um hönnun minnisvarða sem settur verði upp í tilefni af 100 ára afmæli Rafveitu Húsavíkur.
Minnismerkið verður staðsett á útivistarsvæði í suðurfjöru neðan Stangarbakka.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra verkefnið.

Fundi slitið - kl. 16:00.