Fara í efni

Rafveita á Húsavík 100 ára

Málsnúmer 201812067

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 185. fundur - 19.12.2018

Þar sem 100 ár eru nú liðin frá stofnun rafveitu á Húsavík og í því felast ákveðin tímamót, er rétt að skoða hvort Orkuveita Húsavíkur setji upp minnisvarða um fyrstu rafveitu svæðisins í tilefni þessara merku tímamóta. Ákaflega miklvægt er að viðhalda sögunni og upphafi þeirrar frumkvöðlastarfsemi sem skapað hefur velmegun okkar tíma.
Undirritaður leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur;

Fyrir 100 árum síðan var merkum áfanga náð í sögu Húsavíkur þegar sett var upp rafveita í Búðará. Í ritinu Sveitarstjórnarmál 10. árgangi, tölublaði númer tvö kemur meðal annar fram;

„Húsavík kom sér upp rafveitu 1918. Var hún skráð 75 hestöfl, en skilaði miklu meiri krafti og reynist mjög vel. Vatnsafl var fengið í lítilli á, svonefndri Búðará, sem fellur til sjávar nálægt miðri byggðinni“

Í ljósi framangreindra tímamóta er lagt til að Orkuveita Húsavíkur ohf. setji upp minnivarða um fyrstu rafveitu Húsavíkur. Ákaflega mikilvægt er að viðhalda sögu staðarins og síðast en ekki síst að fagna þeirri frumkvöðlastarfsemi sem m.a. hefur skapað velmegun okkar tíma.

Lagt er til að Skipulags- og framkvæmdanefnd tilnefni staðsetningu fyrir minnismerkið.
Að auki er lagt til að Orkuveita Húsavíkur leggi eina milljón króna til fegrunnar skrúðgarðsins við Búðará sumarið 2019.

Bergur Elías Ágústsson

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir inn í skipulags- og framkvæmdaráð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019

Þar sem 100 ár eru nú liðin frá stofnun rafveitu á Húsavík og í því felast ákveðin tímamót, er rétt að skoða hvort Orkuveita Húsavíkur setji upp minnisvarða um fyrstu rafveitu svæðisins í tilefni þessara merku tímamóta. Ákaflega miklvægt er að viðhalda sögunni og upphafi þeirrar frumkvöðlastarfsemi sem skapað hefur velmegun okkar tíma.

Lagt er til að skipulags- og framkvæmdanefnd tilnefni staðsetningu fyrir minnismerkið.
Einnig er samþykkt að Orkuveita Húsavíkur leggi eina milljón króna til fegrunnar skrúðgarðsins við Búðará sumarið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndinni og leggur til að minnismerkið verði staðsett á steyptum undirstöðum þar sem áður voru lýsistankar við Stangarbakkafjöru.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019

Taka þarf ákvörðun um aðferð við val á hönnun minnismerkis sem reist verður í suðurfjöru í tilefni 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að óskað verði eftir tillögum um hönnun minnisvarða sem settur verði upp í tilefni af 100 ára afmæli Rafveitu Húsavíkur.
Minnismerkið verður staðsett á útivistarsvæði í suðurfjöru neðan Stangarbakka.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra verkefnið.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 210. fundur - 17.07.2020

Á 196. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf sem haldinn var þann 5. september 2019, samþykkti stjórn OH tillögu Bergs Elíasar Ágústssonar að sett yrði upp minnismerki í tilefni 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur og var framkvæmdastjóra falið að útfæra verkefnið. Nú liggur fyrir kostnaðaráætlun vegna útfærslu sem snýr að því að nota upprunalegan og uppgerðan rafal Rafveitu Húsavíkur frá 1918 sem minnisvarða ásamt frágangi næsta umhverfis í kringum hann. Óskað er afstöðu stjórnar OH til meðfylgjandi kostnaðaráætlunar og samþykki fyrir áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Framlögð kostnaðaráætlun er samþykkt og framkvæmdastjóra falin framkvæmd verksins.